Reyna að ná breiðri samstöðu

Lagt er mikið upp úr góðu samstarfi við VR og …
Lagt er mikið upp úr góðu samstarfi við VR og Eflingu. mbl.is/Golli

Verka­lýðsfé­lög víða um land vinna hörðum hönd­um þessa dag­ana að mót­un kröfu­gerðar fyr­ir viðræðurn­ar sem framund­an eru um end­ur­nýj­un kjara­samn­inga.

Mik­il sam­töl eiga sér einnig stað um að fé­lög taki hönd­um sam­an og standi sam­an í viðræðum við at­vinnu­rek­end­ur en þau mál eru þó hvergi nærri til lykta leidd.

Verka­lýðsfé­lagið Fram­sýn á Húsa­vík hvet­ur til sam­stöðu með VR í kjaraviðræðunum. Er það óvenju­legt á síðari árum að stétt­ar­fé­lag inn­an Starfs­greina­sam­bands­ins hvetji til sam­starfs með svo bein­um hætti með versl­un­ar­mönn­um þegar viðræður standa fyr­ir dyr­um um launalið kjara­samn­inga.

Í fyrra­dag samþykkti fé­lags­fund­ur Fram­sýn­ar að fela stjórn fé­lags­ins að leita allra leiða til að sam­eina aðild­ar­fé­lög Starfs­greina­sam­bands­ins í kom­andi kjaraviðræðum við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins. Samstaðan er for­send­an fyr­ir ár­angri seg­ir Aðal­steinn Á. Bald­urs­son, formaður Fram­sýn­ar í um­fjöll­un  um kjara­mál­in í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert