Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segist engar athugasemdir gera við að tveir þingmenn VG geri athugasemdir við fyrirhugaðar heræfingar Atlantshafsbandalagsins (NATO) hér á landi í október og nóvember í haust, en sé trú sínum stjórnarsáttmála.
Tveir þingmenn VG, þau Kolbeinn Óttarsson Proppé og Steinunn Þóra Árnadóttir, hafa gert athugasemdir við fyrirhugaðar NATO-heræfingar hér við land og á Íslandi á næstu tveimur mánuðum. Forsætisráðherra var í gær spurð hvað hún segði um athugasemdir þingmanna sinna:
„Þingmenn VG geta að sjálfsögðu lýst sinni skoðun á þessum efnum sem öðrum, en ég vil einnig segja að þessar heræfingar eru hluti af því að taka þátt og vera hluti og meðlimur í Atlantshafsbandalaginu,“ sagði forsætisráðherra meðal annars í Morgunblaðinu í dag.