„Thelma & Louise“ keyra inn í Adam og Evu

00:00
00:00

Lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur ekki tek­ist að hafa uppi á kon­un­um tveim­ur sem brut­ust inn í hjálp­ar­tækja­búðina Adam og Evu við Klepps­veg í nótt.

Að sögn Guðmund­ar Páls Jóns­son­ar lög­reglu­full­trúa hafa eng­ar vís­bend­ing­ar borist enn sem komið er. Grun­ur leik­ur á um að þjóf­arn­ir hafi verið á stoln­um bíl en hon­um var ekið með offorsi nokkr­um sinn­um á úti­dyra­h­urð búðar­inn­ar, eins og sjá má í meðfylgj­andi mynd­bandi frá eig­anda búðar­inn­ar. 

Verið er að fara yfir upp­tök­ur úr ör­ygg­is­mynda­vél­um. Inn­brotið varð um klukk­an 5.30 í nótt. Vís­ir greindi fyrst frá mál­inu. 

Síli­kond­úkk­unni Kittý stolið

Þor­vald­ur Steinþórs­son, eig­andi Adams og Evu, seg­ir að heild­artjónið nemi á bil­inu einni til einni og hálfri millj­ón króna. Hann seg­ir að síli­kond­úkk­unni Kittý hafi verið stolið að verðmæti um 350 þúsund krón­ur, auk ein­hverju af titr­ur­um og sleipi­efni.

Heild­artjón upp á eina til eina og hálfa millj­ón

Mesta tjónið varð þó vegna skemmd­anna sem urðu er bíln­um var ekið á húsið. Örygg­is­hliðið sem þar var er ónýtt, neon­skilti líka, auk styttu sem var við inn­gang­inn. Tvö­föld úti­dyra­h­urðin er einnig ónýt, sem að sögn Þor­valds var mjög sterk og hafði aldrei verið brot­in upp áður. Glerið í henni hafði aft­ur á mótið verið brotið af og til í gegn­um árin. „Við vor­um ný­bún­ir að fá ör­ygg­is­gler í það. Það átti að halda en það var bara keyrt á ít­rekað,“ seg­ir Þor­vald­ur í sam­tali við mbl.is.

Gert við skemmdirnar sem urðu á húsnæðinu.
Gert við skemmd­irn­ar sem urðu á hús­næðinu. mbl.is/​Eggert

Langt seilst fyr­ir lítið

Mynd­bandið sýn­ir hversu inn­brotið var ófyr­ir­leitið. Tvær kon­ur sjást þar hlaupa út úr bíln­um eft­ir að hafa ekið á búðina og þaðan hafa þær meðal ann­ars með sér dúkk­una Kittý.

„Það tek­ur svo­lítið mikið á að sjá hvers kon­ar harka er að fær­ast í þenn­an heim og hversu langt er seilst að mínu mati fyr­ir lítið. Húsið er stór­skemmt og bíll­inn er stór­skemmd­ur fyr­ir eina síli­kond­úkku. Hvaða rugl er í gangi?“ seg­ir hann.

Síðast brot­ist inn á föstu­dag­inn langa

Spurður út í fyrri inn­brot seg­ir Þor­vald­ur greini­legt að búðin er vin­sæl. Síðast hafi verið brot­ist inn á föstu­dag­inn langa, þá var kona líka á ferðinni. „Þetta er greini­lega stelpu­búð ef maður get­ur sagt svo. Búðin sem stelp­urn­ar brjót­ast inn í. Það er orðið ákveðið jafn­rétti í þessu þegar kon­ur eru í meiri­hluta af inn­brotsþjóf­um. Öðru­vísi mér áður brá.“

Samskonar kynlífsdúkka og sú sem var stolið.
Sams­kon­ar kyn­lífs­dúkka og sú sem var stolið. mbl.is/​Eggert

„Ein­hverj­ar Thelma and Louise þarna“

Þor­vald­ur kveðst ekki vita hvaða kon­ur voru þarna á ferðinni en bend­ir á þær hafi verið að stela bens­íni á þenn­an sama bíl í gær­kvöldi. Bíla­leigu hafði borist til­kynn­ing um það en svo virðist sem bíl­núm­eraplat­an sé stol­in. „Þannig að þetta eru ein­hverj­ar Thelma & Louise þarna sem eru bún­ar að stela bens­íni og keyra inn í Adam og Evu. Maður bara spyr sig hvar þær koma við næst?“ grein­ir hann frá og vís­ar þar í sam­nefnda kvik­mynd með Geenu Dav­is og Sus­an Sar­andon í aðal­hlut­verk­um. 

Varðandi bíl­inn sem var notaður í inn­brot­inu vill hann að fram komi að sum­ir telji að um Hyundai i30 hafi verið að ræða en aðrir sjón­ar­vott­ar, sem höfðu heyrt læt­in er bíln­um var ekið á búðina, telji að þetta hafi verið lít­il, grá Toyota. „Við vilj­um endi­lega ef viðkom­andi sér þenn­an bíl að tala við lög­regl­una.“

Þorvaldur Steinþórsson, eigandi Adams og Evu.
Þor­vald­ur Steinþórs­son, eig­andi Adams og Evu. mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert