Rifu bragga frá stríðsárunum án athugasemda

Niðurrifið er hluti af endurgerð Kársnessins. Við endurgerðina víkur meðal …
Niðurrifið er hluti af endurgerð Kársnessins. Við endurgerðina víkur meðal annars gamalt iðnaðarhúsnæði fyrir íbúðum. Meðal annars var græni bragginn rifinn. mbl.is/Baldur

Verk­tak­ar í Kópa­vogi hafa á und­an­förn­um vik­um rifið niður græna bragg­ann á Kárs­nesi. Ágúst Friðgeirs­son húsa­smíðameist­ari seg­ir bragg­ann vera frá stríðsár­un­um. Bragg­inn hafi staðið á lóð þar sem byggðar verða 86 íbúðir.

Eng­ar at­huga­semd­ir hafi borist vegna niðurrifs­ins. Bragg­inn var horf­inn í gær. Ágúst seg­ir áformað að gera yl­strönd og brú yfir Foss­vog nærri lóðinni þar sem bragg­inn stóð.

Niðurrifið í Kárs­nesi vek­ur at­hygli í ljósi þess að norðan meg­in við Foss­vog­inn hef­ur Reykja­vík­ur­borg látið gera upp bragga frá stríðsár­un­um. Kostnaður­inn reynd­ist á fimmta hundrað millj­ón­ir kr. Krist­ín Huld Sig­urðardótt­ir, for­stöðumaður Minja­stofn­un­ar, seg­ir stofn­un­ina ekki hafa gert kröfu um end­ur­bygg­ingu bragg­ans.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert