Nú standa yfir endurbætur á Íþöku, bókasafni Menntaskólans í Reykjavík. Húsið á sér langa sögu en það var byggt á árunum 1866-67 en eitthvað kunnu menn fyrir sér í að byggja á þeim tíma því húsið þykir í góðu ástandi og ekki bólar á myglu þar. Gömul verkfæri eru notuð við framkvæmdina.
mbl.is kom við í Íþöku í vikunni og kíkti á framkvæmdirnar en meðal annars er verið að gera nýjan hringstiga sem neyðarútang og við það er gamli inngangurinn við Bókhlöðustíg endurnýjaður. Þá var bókakostur safnsins færður niður á neðri hæðina og verið er að útbúa lestraraðstöðu í risinu.
Trausti Sigurðsson húsasmíðameistari sér um verkið en hann hefur mikla reynslu af endurbótum á gömlum húsum. Við verkið notar hann stundum verkfæri sem sum hver eru um hundrað ára gömul.
Á vef MR er góð samantekt á sögu hússins.