Rannsókn á bílnum lokið

Sams konar kynlífsdúkka og dúkkan Kittý, sú sem var stolið …
Sams konar kynlífsdúkka og dúkkan Kittý, sú sem var stolið í innbrotinu. mbl.is/Eggert

Tækni­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu hefur lokið við rannsókn bílsins sem keyrt var inn í kynlífshjálp­ar­tækja­versl­un­ina Adam og Evu aðfaranótt föstu­dags. Lögregla verst þó allra fregna af því hverju sú rannsókn hefur skilað í tengslum við framgang málsins. 

Bílnum, sem er af gerðinni Hyundai i10, var ekið með offorsi á útidyrahurð verslunarinnar um kl. 5:30 aðfaranótt föstudags. Þjófarnir, sem af upptökum að dæma eru tvær konur að mati lögreglu, fóru að því loknu inn og stálu þar síli­kond­úkk­unni Kittý, sem og ein­hverju af titr­ur­um og sleipi­efni.

Jó­hann Karl Þóris­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, sagð­ist í samtali við mbl.is í gær bjart­sýnn á að þjóf­arn­ir finn­ist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert