Getum ekki svelt opinbera kerfið því aðrir þurfa fé

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ræddu …
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ræddu heilbrigðiskerfið í þættinum Sprengisandi í morgun.

„Við þurf­um sterk­ar heil­brigðis­stofn­an­ir og get­um ekki svelt op­in­bera kerfið af því að aðrir þurfi á fé að halda,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra í þætt­in­um Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un og játaði þeirri spurn­ingu þátta­stjórn­and­ans Kristjáns Kristjáns­son­ar að sjálf­stætt starf­andi sér­fræðing­ar þurfi að koma þar á eft­ir.

Hún sé engu að síður sam­mála Hönnu Katrínu Friðriks­son, þing­manni Viðreisn­ar sem einnig var í þætt­in­um, að það sé mik­il­vægt að halda þekk­ingu í land­inu.

Kvaðst Hanna Katrín vera þeirr­ar skoðunar að verið sé að byrja á öf­ug­um enda með end­ur­skoðun á stofn­ana­samn­ingi við sér­fræðilækna. „Ríkið er að greiða fyr­ir í öll­um til­vik­um og það þarf að gera kröf­ur i sam­ræmi við stefnu og þarfagrein­ingu,“ sagði Hanna Katrín. Kostnaður vegna sér­fræðilækna sé aðeins brota­brot af því sem fari í ís­lenska heil­brigðis­kerfið, sem sé gott kerfi.

Sjálf hafi hún áhyggj­ur af því að það sé póli­tísk sýn ráðherra að ríkið sinni þessu öll, frek­ar en að unnið verði að því að efla kerfið í heild sinni.

Svandís kvaðst sam­mála því að kerfið væri í grunn­inn gott, en engu að síður verði að bregðast við at­huga­semd­um sem m.a hafi komið fram í skýrsl­um McKins­ey og rík­is­end­ur­skoðunar. „Síðast þegar ég vissi var McKins­ey ekki vinstri sinnað eða rík­is­end­ur­skoðun í Vinstri græn­um,“ sagði Svandís. Báðir séu hlut­laus­ir grein­end­ur, sem tali ein­um rómi, um vanda sem ís­lenska heil­brigðiskrefið búi við.

Viðreisn hafi ekki áhyggj­ur af vinstri slagsíðu

„Í grunn­inn er kerfið sterkt, en erum til að mynda að horfa á eitt um­fjöll­un­ar­efni sem eru biðlist­ar á aðra hönd­ina og oflækn­ing­ar á hina. Þá erum við ekki að ráðstafa þeim skyn­sam­lega.“

Stjórn­völd þurfi að skerpa á því hvernig þau ráðstafi fé. „Það skipt­ir líka máli fyr­ir Viðreisn að hafa ekki áhyggj­ur af vinstri slagsíðu,“ sagði Svandís og nefndi að mönn­un­ar­vand­inn í heil­brigðis­kerf­inu sé nokkuð sem fari vax­andi í framtíðinni. Það eigi ekki bara við um lækna, held­ur líka um hjúkr­un­ar­fræðinga og annað starfs­fólk.

„Við eld­umst og lif­um leng­ur og þá jafn­vel með langvar­andi sjúk­dóm­um,“ sagði ráðherra og sagði einnig þurfa að ræða þessa þætti varðandi mönn­un heil­brigðisþjón­ust­unn­ar.

„Þessi sneið sem er nú mál mál­anna er í raun lít­ill hluti af öllu því sem er und­ir og má ekki yf­ir­skyggja allt hitt,“ sagði Svandís og kvað þá ís­lensku sér­fræðilækna sem hún hefði rætt við al­mennt vera sér sam­mála um að ráðstafa þurfi fé með mark­viss­ara hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert