Engin kostnaðaráætlun lá fyrir

Frá hátíðarfundinum á Þingvöllum.
Frá hátíðarfundinum á Þingvöllum. mbl.is/​Hari

Kostnaður vegna hátíðar­fund­ar Alþing­is á Þing­völl­um í sum­ar lá ekki fyr­ir fyrr en ljóst var hvaða til­boði vegna henn­ar yrði tekið. Þetta kem­ur fram í minn­is­blaði frá skrif­stofu Alþing­is til Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, for­seta þings­ins, sem birt hef­ur verið á vef þess. Þar seg­ir að þess mis­skiln­ings hafi gætt að kostnaðaráætl­un hafi hljóðað upp á 45 millj­ón­ir króna. Þar hafi aðeins verið um að ræða fjár­muni sem tekn­ir hafi verið frá vegna verk­efn­is­ins en gert hafi verið ráð fyr­ir því að kostnaður­inn gæti orðið meiri þegar lín­ur skýrðust.

„Fram­an af und­ir­bún­ingn­um var á litlu öðru að byggja varðandi kostnað við þing­fund­inn en upp­reiknuðum kostnaði við fyrri hátíðar­fundi Alþing­is á Þing­völl­um, að teknu til­liti til þess að á þeim hátíðum var þing­fund­ur­inn aðeins hluti af viðameiri dag­skrá þjóðhátíðar á Þing­völl­um. Við gerð rekstr­aráætl­un­ar Alþing­is fyr­ir árið 2018 var ákveðið að taka frá 45 millj­ón­ir króna til verks­ins en að öðru leyti reiknað með að greiða kostnað með rekstr­ar­fjárveit­ing­um og höfuðstól. Hér var því ekki um eig­in­lega kostnaðaráætl­un að ræða, enda ekki for­send­ur til þess, en nokk­urs mis­skiln­ings hef­ur gætt um þetta í umræðunni.“

Tals­verð óvissa hafi þannig verið um ýmsa kostnaðarliði á þeim tíma­punkti. Enn frem­ur kem­ur fram að kostnaður vegna hátíðar­fund­ar­ins, sem var ríf­lega 80 millj­ón­ir, hafi meðal ann­ars skýrst af þeirri staðreynd að Þing­vell­ir séu á heims­minja­skrá Sam­einuðu þjóðanna og helg­ur staður þjóðar­inn­ar og fyr­ir vikið hafi þurft að vernda svæðið sem mest. Þá hafi einnig þurft að gæta að um­hverf­is­sjón­ar­miðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert