Rukkaðir um tæp tvö og sex þúsund

Ráðgert er að gjaldtaka hefjist á sama tíma og framkvæmdum …
Ráðgert er að gjaldtaka hefjist á sama tíma og framkvæmdum lýkur í Vaðlaheiðargöngum 1. desember nk. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Það má gera ráð fyr­ir því að bíl­ar sem vega yfir þrjú og hálft tonn verði rukkaðir um allt að sex þúsund krón­ur en bíl­ar sem vega minna verði rukkaðir um tæp­lega tvö þúsund krón­ur.“

Þetta seg­ir Val­geir Berg­mann, fram­kvæmda­stjóri Vaðlaheiðarganga, í Morg­un­blaðinu í dag um gjald­töku sem ráðgert er að hefj­ist þegar göng­in verða opnuð 1. des­em­ber næst­kom­andi. Sam­kvæmt nú­ver­andi áætl­un­um verða heild­ar­tekj­ur af gjald­tök­unni frá 800 millj­ón­um króna til eins millj­arðs króna.

Til að inn­heimta gjaldið þegar öku­menn eiga leið um göng­in verður not­ast við nýja tækni byggða á núm­era­plö­tu­grein­ingu sem er lítt þekkt hér á landi.

„Það verða mynda­vél­ar við göng­in sem taka mynd af bíl­un­um og lesa um leið núm­erið líkt og gert þegar fólk er með áskrift í Hval­fjarðargögn­um,“ seg­ir Val­geir. Reyn­ist viðkom­andi bíll ekki í áskrift þá er eig­andi bíls­ins fund­inn í eig­enda­skrá og rukk­un send í heima­bank­ann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert