„Algjört skilningsleysi“ stjórnvalda

Á Patreksfirði í Vesturbyggð. Hafnarmúli handan fjarðar.
Á Patreksfirði í Vesturbyggð. Hafnarmúli handan fjarðar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Bæjarráð Vesturbyggðar hefur sent frá sér ályktun í ljósi fréttaflutnings af fyrirhugaðri samgönguáætlun. Þar segist það harma „algjört skilningsleysi stjórnvalda á brýnni þörf svæðisins fyrir mannsæmandi vegum [sic] til og frá svæðinu“.

Í því samhengi eru sérstaklega nefndir Bíldudalsvegur og Dynjandisheiði. „Búið er að fjárfesta fyrir gríðarlega fjármuni í Dýrafjarðargöngum sem ekki munu nýtast sem sú samgöngubót sem þeim var ætlað að vera. Það er með ólíkindum að ekki standi til að klára vegagerð yfir Dynjandisheiði og ofan í Arnarfjörð til Bíldudals og óásættanlegt með öllu,“ segir í ályktuninni.

Fram kemur að Vesturbyggð hafi sérstöðu vegna þess að grunntengingar í formi vega með bundnu slitlagi skorti alfarið.

Einnig er kallað eftir því að hnúturinn um veginn um Gufudalssveit verði leystur.

„Þolinmæði íbúa er löngu þrotin og kallað er eftir skilningi og tafarlausum aðgerðum,“ segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert