„Það er ekki bara eitt hótel í Nuuk“

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins (t.v.).
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins (t.v.). mbl.is/​Hari

„Það hlýt­ur að vera grafal­var­legt mál ef það birt­ast rang­ar upp­lýs­ing­ar á vef Alþing­is,“ sagði Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, þingmaður Flokks fólks­ins á þingi í dag. Guðmund­ur ræddi ferð Íslands­deild­ar Norður­landaráðs til Nuuk en áður hafði hon­um blöskrað hversu dýr ferðin var.

Guðmund­ur sagði að það væri rangt sem segði á vef Alþing­is að það væri bara einn í vel­ferðar­nefnd, þeir væru tveir. „Síðan segja þeir að það sé bara eitt hót­el í Nuuk, það er ekki bara eitt hót­el í Nuuk,“ sagði Guðmund­ur.

Guðmund­ur var sá þingmaður sem Alþingi greiddi mest­an hót­el­kostnað fyr­ir vegna ferðar­inn­ar til Nuuk. Skýr­ing­in á því er bæði vegna þess hve snemma upp­selt var í flug frá Íslandi til Græn­lands og hvenær þing­menn til­kynntu þátt­töku.

Guðmund­ur velti fyr­ir sér kostnaðinum við þátt­töku í Norður­landaráði sem að hans sögn nem­ur 17 millj­ón­um króna á ári. Auk þess kosti sitt að halda uppi skrif­stofu Norður­landaráðs í Kaup­manna­höfn. „Er þetta nauðsyn­legt?“

Hann sagði að þing­menn tækju þátt í á öðrum tug er­lendra nefnda og það kostaði sitt. „Þegar mál­efnið snýr að ör­ykj­um þá er alltaf talað um að tak­marka fjár­muni rík­is­ins. Hef­ur ein­hver komið hér upp og talað um að tak­marka fjár­muni rík­is­ins í er­lend­um nefnd­um og öðru?“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert