Endurskoða þarf Sundabraut

Hugmynd að Sundabraut.
Hugmynd að Sundabraut.

Endurskoða þarf framkvæmd fyrirhugaðrar Sundabrautar. Allar tillögur um þverun Kleppsvíkur eru margra áratuga gamlar. Frá þeim tíma að þær voru settar fram hafa orðið miklar breytingar og ýmsar forsendur mannvirkjagerðar í dag talsvert aðrar en áður voru.

Þetta er niðurstaða Jóns Þorvaldssonar aðstoðarhafnarstjóra Faxaflóahafna sf. en hann hefur tekið saman minnisblað og kynnt á fundi hafnarstjórnar. Jón bendir á að forsendur byggðaþróunar í dag séu aðrar en þær voru í upphafi. Spurning sé hvernig hraðbrautarforsendur ganga upp inni í miðri borgarbyggð.

Efast megi um það að Sæbrautin hafi afkastagetu til að taka við umferð frá Sundabraut verði ráðist í þá framkvæmd. Þess sjáist merki á álagstíma umferðar. Þetta segir Jón m.a. í minnisblaðinu. Hann segir að ýmis uppbyggingaáform á nálægum svæðum séu í farvatninu. Þeim fylgi óhjákvæmilega aukið umferðarálag á stofnbrautina, Sæbraut. Fyrir Sundahöfn, sem megingátt vöruflutninga til höfuðborgarinnar og Íslands alls, sé það lykilatriði að vegatengingar við Sæbrautina verði góðar, að því er fram kemur í umfjöllun um samgöngumál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert