Gjaldtöku hætt um eittleytið á morgun

Gjaldtökunni verður hætt upp úr klukkan eitt á föstudag.
Gjaldtökunni verður hætt upp úr klukkan eitt á föstudag. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Eignarhaldsfélagið Spölur hf., Spölur ehf., samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið hafa lokið gerð samnings um afhendingu á Hvalfjarðargöngum til ríkisins.

Gjaldtöku verður hætt skömmu eftir kl. 13 næstkomandi föstudag.

Formleg afhending þeirra og undirritun samningsins verður við norðurmunna Hvalfjarðarganga sunnudaginn 30. september kl. 15, að því er kemur fram í tilkynningu frá Speli.

Fram kom fyrr í mánuðinum að Spölur stefndi að því að af­henda Vega­gerðinni Hval­fjarðargöng til eign­ar og rekstr­ar 30. sept­em­ber. Inn­heimtu veggjalds yrði þá hætt föstu­dag­inn 28. sept­em­ber.

Tekið var fram að tíma­setn­ing­in hafi verið kynnt að þeim for­send­um gefn­um að rík­is­skatt­stjóri féllist á til­tekna meðferð á skatta­legri af­skrift gang­anna og í öðru lagi að Sam­göngu­stofa skilaði fyr­ir­vara­lausri út­tekt á göng­un­um í aðdrag­anda eig­enda­skipt­anna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert