Styðji stækkun og eflingu sveitarfélaga

Vilji er til að sameina sveitarfélög frekar en orðið er.
Vilji er til að sameina sveitarfélög frekar en orðið er. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Tvær til­lög­ur eru gerðar um stækk­un og efl­ingu sveit­ar­fé­laga á landsþingi Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga sem fram fer á Ak­ur­eyri.

Ann­ars veg­ar er lagt til óbreytt orðalag í stefnu­yf­ir­lýs­ingu sam­bands­ins um stækk­un sveit­ar­fé­laga með frjáls­um sam­ein­ing­um og hins veg­ar að sam­bandið styðji stækk­un og efl­ingu sveit­ar­fé­laga. Landsþingið þarf að taka af­stöðu til máls­ins, velja á milli til­lagn­anna.

Í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir að fyr­ir liggi skýrsla þar sem lagt er til að sveit­ar­fé­lög verði sam­einuð með lög­um með til­liti til fólks­fjölda á til­teknu ára­bili. Stefnu­mörk­un til næstu fjög­urra ára verður af­greidd á þessu þingi, eins og venja er við upp­haf kjör­tíma­bils.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert