Vildi fá afstöðu til málsmeðferðarinnar

00:00
00:00

„Viðbrögð mín eru að sjálf­sögðu að lýsa yfir ánægju fyr­ir hönd sak­born­ing­anna sem áður voru og nú eru lýst­ir sýkn­ir saka og þar með sak­laus­ir,“ sagði Ragn­ar Aðal­steins­son, lögmaður Guðjóns Skarp­héðins­son­ar, eft­ir að all­ir dóm­felldu í Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­inu sem fengu mál sín end­urupp­tek­in fyr­ir Hæsta­rétti fyrr í mánuðinum voru í dag sýknaðir.

„Ég hefði viljað fá í for­send­ur dóms­ins af­stöðu Hæsta­rétt­ar til máls­feðferðar­inn­ar, allt frá því þetta fólk var hand­tekið á sín­um tíma og þar til dóm­ur Hæsta­rétt­ar gekk árið 1980, þannig að það hefðu verið send skila­boð til dóm­stóla framtíðar­inn­ar að gæta sín á því að gera ekki svo stór­felld mis­tök sem gerðust í þessu máli,“ sagði Ragn­ar.

Nán­ar er rætt við hann í meðfylgj­andi mynd­skeiði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert