„Viðbrögð mín eru að sjálfsögðu að lýsa yfir ánægju fyrir hönd sakborninganna sem áður voru og nú eru lýstir sýknir saka og þar með saklausir,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eftir að allir dómfelldu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem fengu mál sín endurupptekin fyrir Hæstarétti fyrr í mánuðinum voru í dag sýknaðir.
„Ég hefði viljað fá í forsendur dómsins afstöðu Hæstaréttar til málsfeðferðarinnar, allt frá því þetta fólk var handtekið á sínum tíma og þar til dómur Hæstaréttar gekk árið 1980, þannig að það hefðu verið send skilaboð til dómstóla framtíðarinnar að gæta sín á því að gera ekki svo stórfelld mistök sem gerðust í þessu máli,“ sagði Ragnar.
Nánar er rætt við hann í meðfylgjandi myndskeiði.