„Ég er bara atvinnulaus“

„Ég er bara atvinnulaus,“ segir Þórunn Kjartansdóttir sem sinnt hefur afgreiðslu í Hvalfjarðargöngunum síðastliðin 20 ár. Þrátt fyrir að vera að missa vinnuna er hún þó ánægð með að vera að skipta um gír og er komin með nóg af vaktavinnunni. mbl.is fylgdist með þegar gjaldtöku lauk í göngunum í dag.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, var síðasti viðskiptavinurinn sem greiddi fyrir að keyra í gegnum göngin og opnaði þau svo formlega með því að stilla umferðarljósin á grænt. Verið er að vinna í að taka niður umferðarskilti vegna gjaldtökunnar en of vindasamt var þó í dag til að taka þau öll niður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert