Ökumaðurinn sem olli þriggja bíla árekstri á gatnamótum Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar í dag fór yfir á rauðu ljósi og er ekki grunaður um ölvunar- eða fíkniefnaakstur á þessu stigi málsins.
Þetta staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
Ökumaður bílsins sem ekið var á á gatnamótunum var fluttur á slysadeild og er hann hugsanlega handleggsbrotinn.
Lögreglan segir að aðdragandi slyssins liggi nokkuð ljós fyrir og nefnir að gott sé að styðjast við myndband sem náðist af atvikinu.