Líklega kveikt í Laugalækjarskóla

Frá eldsvoðanum í Laugalækjarskóla í nótt.
Frá eldsvoðanum í Laugalækjarskóla í nótt. Ljósmynd/Sergio Miernik

Allt til­tækt slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins var kallað út um hálft­vö í nótt vegna elds í Lauga­lækj­ar­skóla. Reynd­ist eld­ur­inn vera í klæðningu utan á skól­an­um og var slökkviliðið rúma þrjá tíma að störf­um á vett­vangi. Allt bend­ir til þess að um íkveikju hafi verið að ræða.

Að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins hafði eld­ur­inn náð að fara alla leið upp í þak skól­ans og fór mik­il vinna í það hjá slökkviliðsmönn­um að rífa klæðing­una því þrátt fyr­ir að vel hafi gengið að slá á mesta eld­inn þá hljóp eld­hreiður bak við klæðning­una og var mjög erfitt að kom­ast að því. 

Reykræsta þurfti skól­ann þar sem reyk­ur fór inn í húsið. 

Að sögn varðstjóra er ör­ugg­lega um íkveikju að ræða enda annað ólík­legt þegar kvikn­ar í klæðningu ut­an­húss. Hann seg­ir að svo heppi­lega hafi viljað til að ekki komu mörg verk­efni upp á sama tíma en kalla þurfti út auka­mann­skap til þess að taka þátt í slökkvi­starf­inu.

Málið er nú komið til rann­sókn­ar hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

Bætt við klukk­an 7:30

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Lauga­lækj­ar­skóla verður kennt í skól­an­um í dag og mæta því nem­end­ur í dag á hefðbundn­um tíma.

Laugalækjarskóli.
Lauga­lækj­ar­skóli. Af vef Reykja­vík­ur­borg­ar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert