Sakar borgarstjóra um „hrútskýringar“

Hildur segir hrútskýringar borgarstjóra hafa verið ósmekklegar og óþarfar.
Hildur segir hrútskýringar borgarstjóra hafa verið ósmekklegar og óþarfar. mbl.is/Eggert

Til­lögu Hild­ar Björns­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins, um jöfn fjár­fram­lög með börn­um í leik- og grunn­skól­um, óháð rekstr­ar­formi, var vísað til borg­ar­ráðs á fundi borg­ar­stjórn­ar í dag. Í færslu á Face­book þar sem Hild­ur grein­ir frá mál­inu seg­ir hún Dag B. Eggerts­son borg­ar­stjóra hafa gerst sek­an um „hrút­skýr­ing­ar“.

Í færsl­unni seg­ir Hild­ur jafn­framt að til­lög­unni hafi verið ætlað að koma í veg fyr­ir inn­heimtu skóla­gjalda og tryggja öll­um börn­um jöfn tæki­færi til að sækja ólíka skóla borg­ar­inn­ar. Borg­ar­stjórn hafi hins veg­ar vikið sér und­an því að taka af­stöðu til til­lagn­anna með því að vísa þeim til borg­ar­ráðs.

„Sér­staka at­hygli vakti að Viðreisn treysti sér ekki til að styðja til­lög­una, þrátt fyr­ir fög­ur fyr­ir­heit í kosn­inga­bar­áttu. Ég fæ ekki leng­ur séð hver mun­ur­inn er á Sam­fylk­ingu og Viðreisn?“ spyr Hild­ur á Face­book.

Til­laga unn­in í nánu sam­starfi við skóla­stjórn­end­ur

Benti hún á að meiri­hluta­flokk­arn­ir hefðu lýst sér­stök­um áhyggj­um af kostnaði. „Þeim virðist þykja rétt að mis­muna börn­um í sparnaðarskyni. Það væri ósk­andi að borg­ar­stjóri horfði með sama hætti í hverja krónu þegar hver fram­kvæmd­in á fæt­ur ann­arri fer marg­falt fram úr áætl­un­um á hans vakt. Það mætti ef­laust fjár­magna til­lög­una með ein­um Bragga. Til dæm­is,“ seg­ir hún og vís­ar þar til fram­kvæmda við end­ur­bæt­ur á göml­um bragga í Naut­hóls­vík sem hef­ur farið 257 millj­ón­ir fram úr kostnaðaráætl­un.

„Borg­ar­stjóri, Dag­ur B. Eggerts­son, taldi svo ástæðu til að hrút­skýra fyr­ir mér í löngu máli hvernig fjár­fram­lög til grunn­skóla og leik­skóla í borg­inni eru reiknuð. Hann sagði til­lög­una van­hugsaða og byggða á þekk­ing­ar­leysi. Er þetta ekki dæmi­gert?“

Seg­ir Hild­ur til­lög­una raun­ar hafa verið óvenjuít­ar­lega og vel ígrundaða. Hún hafi verið unn­in í nánu sam­starfi við skóla­stjórn­end­ur sjálf­stæðra grunn- og leik­skóla og hags­muna­sam­tök sjálf­stæðra skóla.

„Að baki þess­um skól­um og sam­tök­um standa vel menntaðar, hæfi­leika­rík­ar og eld­klár­ar kon­ur sem hafa mikla inn­sýn í starf og rekst­ur sjálf­stæðra skóla. Hrút­skýr­ing­ar borg­ar­stjóra voru því ekki ein­göngu ósmekk­leg­ar, held­ur full­kom­lega óþarfar.“

Ekki um tvær töl­ur að ræða

Dag­ur sagði umræðuna bera þess merki að hún væri á ákveðnu byrj­un­arstigi og tæki ekki mið af veru­leik­an­um. Hver fjár­fram­lög væru til mis­mun­andi skóla­stiga, hvernig umræðan hefði verið síðastliðinn ár, hverju væri vilji til að breyta og hvers vegna. „Hér er talað eins og aðal­breyt­an sem eigi að horfa á sé rekstr­ar­form skól­anna,“ sagði Dag­ur í umræðu um til­lög­una á fundi borg­ar­stjórn­ar í dag.

Borgarstjóri segir umræðuna bera þess merki að hún sé á …
Borg­ar­stjóri seg­ir umræðuna bera þess merki að hún sé á byrj­un­arstigi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Það mætti ætla miðað við til­lög­una og umræðuna að það væru fyrst og fremst til tvær töl­ur, borg­ar­rekna tal­an sem fer með hverj­um nem­anda og sjálf­stætt rekna tal­an sem fer með hverj­um nem­anda. Þetta er fjarri lagi. Og all­ir sem hafa inn­sýn inn í það hvernig fjár­magni er út­hlutað vita að þetta er miklu flókn­ara held­ur en það.“ Sagði Dag­ur fjár­fram­lög til að mynda fara eft­ir stærðum bekkj­ar­deilda, skóla­stigi, þörf á stuðningi fyr­ir hvern nem­anda og fleiru.

„Það að byrja umræðuna út frá ein­hverj­um upp­hafs­reit að rekstr­ar­formið ráði úr­slit­um um hvað hver og einn skóli fær í fram­lag hér er mjög vill­andi svo ekki sé meira sagt.“

Dag­ur sagðist þó ekki líta svo á að nú­ver­andi út­hlut­un­ar­lík­an væri full­komið, enda væri verið að skoða önn­ur líkön og aðrar fyr­ir­mynd­ir, til dæm­is í Kan­ada.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert