Sparaði sér 226.000 kílómetra akstur

Spölur afhenti ríkinu Hvalfjarðargöngin við táknræna athöfn við nyrðri munna …
Spölur afhenti ríkinu Hvalfjarðargöngin við táknræna athöfn við nyrðri munna ganganna á sunnudag. Fjölmargir gestir voru viðstaddir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Niðurstaðan er því aug­ljós, að bætt­ar sam­göng­ur styrkja byggðirn­ar og þrátt fyr­ir veggjald get­ur orðið veru­leg­ur ávinn­ing­ur og sparnaður.“ Þetta sagði Gísli Gísla­son, stjórn­ar­formaður Spal­ar, í ræðu sem hann flutti á sunnu­dag­inn, þegar hann af­henti Sig­urði Inga Jó­hanns­syni, fyr­ir hönd rík­is­ins, Hval­fjarðargöng til eign­ar og rekstr­ar.

Í ræðu sinni vitnaði Gísli í Jón Pálma Páls­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­rit­ara á Akra­nesi, sem setti færslu á sam­fé­lags­miðlana. Jón Pálmi hef­ur haldið skrá yfir all­ar sín­ar ferðir síðustu 20 ár og upp­gjör hans leiðir í ljós að á síðustu 20 árum hef­ur hann farið 3.776 ferðir um göng­in og greitt fyr­ir þær alls 1.043.772 krón­ur.

„Það sem má bæta inn í dæmið er að hefði viðkom­andi farið all­ar þess­ar ferðir fyr­ir Hval­fjörð hefði hann þurft að bæta við sig 60 kíló­metr­um á hverja ferð og því hefði hann ekið til viðbót­ar um 226.000 kíló­metra – sem hefði vænt­an­lega kostað hann nýj­an bíl og kostnað langt um­fram veggjaldið,“ seg­ir Gísli í frétt­skýr­ingu um þetta efni í Morg­un­blaðinu í dag. Akst­urs­gjald rík­is­starfs­manna er krón­ur 110,00 pr. km og því er hér um að ræða tæp­ar 25 millj­ón­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert