Þriggja bíla árekstur á gatnamótum

Áreksturinn varð við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar.
Áreksturinn varð við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar. Ljósmynd/Ingvar

Þrír bílar rákust saman á gatnamótum Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar fyrir skömmu. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á staðinn.

Varðstjóri gat ekki gefið nánari upplýsingar um slysið að svo stöddu.

Uppfært kl. 14.38:

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu voru þrír fluttir á slysadeild en líklega eru meiðsli þeirra minni háttar. Hann segir að betur hafi farið en á horfðist og að enginn hafi verið fastur í bílunum.

Fyrst var greint frá því að um tveggja bíla árekstur hafi verið að ræða en hið rétta er að bílarnir voru þrír. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert