Eva Joly mætir ekki

Eva Joly, þingkona á Evrópuþinginu og fyrrverandi sérstakur ráðgjafi vegna rannsókna á efnahagsbrotum sem tengjast hruni fjármálakerfisins, mun ekki halda fyrirlestur á morgun á ráðstefnu Háskóla Íslands vegna þess að 10 ár eru liðin frá hruninu. Forfallaðist Eva á síðustu stundu samkvæmt upplýsingum frá markaðs- og samskiptasviði Háskólans.

Í stað Evu mun Ralph Catalano, prófessor í lýðheilsu við Berkeley-háskólann í Bandaríkjunum, flytja erindi. Var hann annar af tveimur aðalfyrirlesurum ráðstefnunnar, sem stendur yfir á morgun og laugardag, og átti að vera með sitt erindi á laugardagsmorguninn. Var hann fluttur á föstudaginn, en auk hans munu Jón Atli Benediktsson rektor og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, halda erindi við setningu ráðstefnunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert