Eva Joly mætir ekki

Eva Joly, þing­kona á Evr­ópuþing­inu og fyrr­ver­andi sér­stak­ur ráðgjafi vegna rann­sókna á efna­hags­brot­um sem tengj­ast hruni fjár­mála­kerf­is­ins, mun ekki halda fyr­ir­lest­ur á morg­un á ráðstefnu Há­skóla Íslands vegna þess að 10 ár eru liðin frá hrun­inu. For­fallaðist Eva á síðustu stundu sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá markaðs- og sam­skipta­sviði Há­skól­ans.

Í stað Evu mun Ralph Ca­talano, pró­fess­or í lýðheilsu við Berkeley-há­skól­ann í Banda­ríkj­un­um, flytja er­indi. Var hann ann­ar af tveim­ur aðal­fyr­ir­les­ur­um ráðstefn­unn­ar, sem stend­ur yfir á morg­un og laug­ar­dag, og átti að vera með sitt er­indi á laug­ar­dags­morg­un­inn. Var hann flutt­ur á föstu­dag­inn, en auk hans munu Jón Atli Bene­dikts­son rektor og Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, halda er­indi við setn­ingu ráðstefn­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert