Ljósmyndarar Morgunblaðsins mynduðu ekki aðeins stjórnmálamenn, bankamenn og útrásarvíkinga á fyrstu mánuðum efnahagshruns. Ljósmyndarar fylgdust líka með fólkinu í landinu sem tókst á við nýjar áskoranir.
Tíðindin voru þess eðlis á fyrstu vikum hruns að allir lögðu vel við hlustir þegar nýjar fréttir bárust. Þessir menn settust niður á kaffihúsi og hlustuðu á blaðamannafund Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem fram fór í Iðnó, í farsímum sínum.
Árni Sæberg
Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina birtist stór myndaþáttur þar sem fyrstu mánuðir eftir hrun hjá almenningi eru séður í gegnum linsu ljósmyndara Morgunblaðsins og farið yfir fréttir um hvernig framvindan í þeirra daglega lífi var fram á árið 2009.
Mikið álag var á hjálparlínum Rauða krossins og sérstakri upplýsingamiðstöð í Utanríkisráðuneytinu en þangað bárust um 200 símtöl á dag fyrstu vikurnar í október. Í alvarlegustu símtölunum til Rauða krossins hafði fólk misst vonina vegna fjármálaástandsins.
Morgunblaðið/Ómar
Myndaþátturinn í heild sinni birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins
Helga Árnadóttir, fyrrverandi heimilisfræðikennari, kallaði m.a. dætur sínar og ömmustelpur saman eitt kvöldið og til að kenna þeim að baka hollt brauð í kreppunni og að stoppa í sokka.
Árni Sæberg
Feðgarnir Lukas og Stanislav halda heim á leið frá Selfossi, þar sem þeir höfðu búið og starfað. Enga vinnu var lengur að hafa og fylgdu myndatökumenn þeim og fleiri Pólverjum úr landi en þeir voru að vinna frétt fyrir þýsku sjónvarpsstöðina ZDF.
mbl.is/RAX
Mótmælendur höfðu gömul gildi í fyrirrúmi fyrir framan Stjórnarráðið um miðjan desember og prjónuðu og saumuðu. Þá var lesið upp úr Gísla sögu Súrssonar.
Ómar Óskarsson