Ekkert í lagi hjá bílstjóranum

mbl.is/Eggert

Það var bókstaflega ekkert í lagi hjá ökumanni sem lögreglumenn á Suðurnesjum höfðu afskipti af í gærkvöld. Hann var að aka áleiðis að Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í bifreið hans voru of margir farþegar. Þá kom í ljós að ökuréttindi hans voru útrunnin.

Til viðbótar þessu vaknaði grunur um að hann væri undir áhrifum fíkniefna og var hann því handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem sýnatökur gáfu til kynna fíkniefnaneyslu að sögn lögreglu.

Annar ökumaður sem tekinn var úr umferð í nótt var grunaður um ölvun við akstur. Hann ók jafnframt sviptur ökuréttindum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert