Ekkert í lagi hjá bílstjóranum

mbl.is/Eggert

Það var bók­staf­lega ekk­ert í lagi hjá öku­manni sem lög­reglu­menn á Suður­nesj­um höfðu af­skipti af í gær­kvöld. Hann var að aka áleiðis að Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar og í bif­reið hans voru of marg­ir farþegar. Þá kom í ljós að öku­rétt­indi hans voru út­runn­in.

Til viðbót­ar þessu vaknaði grun­ur um að hann væri und­ir áhrif­um fíkni­efna og var hann því hand­tek­inn og flutt­ur á lög­reglu­stöð þar sem sýna­tök­ur gáfu til kynna fíkni­efna­neyslu að sögn lög­reglu.

Ann­ar ökumaður sem tek­inn var úr um­ferð í nótt var grunaður um ölv­un við akst­ur. Hann ók jafn­framt svipt­ur öku­rétt­ind­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert