„Okkur blöskrar gríðarlega“

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn, segir að Píratar …
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn, segir að Píratar vilji gera það sem þeir geta til að tryggja að framkvæmdirnar við braggann verði upplýstar að fullu og að það verði engin yfirhylming. mbl.is/Hari

„Okkur blöskrar gríðarlega, þetta er grafalvarlegt og við viljum gera það sem við getum til að tryggja að þetta mál verði upplýst að fullu og að það verði engin yfirhylming,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn, í samtali við mbl.is.

Borgarstjórnarflokkur Pírata fór í vettvangsferð á framkvæmdasvæði braggans í Nauthólsvík í hádeginu ásamt fulltrúa Skrifstofu Eigna- og atvinnuþróunar í dag og upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar.

Bragg­inn stend­ur við Naut­hóls­veg 100 og ásamt hon­um stóðu yfir end­ur­bæt­ur á náðhúsi og skála. Mat­sölustaður hef­ur opnað í bragg­an­um og þá verður náðhúsið brátt tekið í notk­un sem fyr­ir­lestr­ar­sal­ur fyr­ir Há­skól­ann í Reykja­vík og frum­kvöðlaset­ur mun opna í skál­an­um.

Lokuð vettvangsferð 

Fjölmiðlum var boðið að slást í för en síðar kom í ljós að vettvangsferðin sjálf var einungis ætluð borgarstjórnarfulltrúum Pírata. Fjölmiðlafólk þurfti því að bíða fyrir utan náðhúsið þar sem vettvangsferðin fór að mestu leyti fram. Fjölmiðlar voru ekki velkomnir á veitingastaðinn og ekki er mögulegt að fara inn í skálann, en honum hefur alfarið verið lokað þar sem uppbyggingin á svæðinu hefur verið stöðvuð með öllu.

Strá­in sem gróður­sett voru við bragg­ann við Naut­hóls­veg eru af …
Strá­in sem gróður­sett voru við bragg­ann við Naut­hóls­veg eru af dún­mel­s­teg­und. mbl.is/Hari

Fjölmiðlafólk nýtti því tækifærið á meðan biðinni stóð og kynntu sér grasstráin sem voru gróður­sett í kring­um bragg­ann kostuðu 757 þúsund krón­ur en ástæða þess var að þau voru höf­und­arréttar­var­in.

Tryggja að engin yfirhylming eigi sér stað

Dóra Björt segir vettvangsferðina hafa verið upplýsandi. „Það er mjög ánægjulegt að starfsfólk borgarinnar skuli mæta hingað til að svara okkar spurningum. Þetta er liður okkar í því að afla upplýsinga og gagna um þetta mál svo að það upplýsist að fullu. Við viljum beita okkur í því að gerðar verði nauðsynlegar úrbætur á kerfunum og að það verði engin yfirhylming. Við erum komin hingað til að tryggja það.“

Fram­kvæmd­irn­ar við braggann hafa kostað 415 millj­ón­ir en verk­efn­inu var út­hlutað 158 millj­ón­ir. Til­laga Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Miðflokks­ins, um óháða rann­sókn á verkefninu fór ekki til at­kvæðagreiðslu á borg­ar­stjórn­ar­fundi í síðustu viku en var vísað til innri end­ur­skoðunar Reykja­vík­ur­borg­ar.

Borgarstjórnarflokkur Pírata fór í vettvangsferð á framkvæmdasvæði braggans í Nauthólsvík …
Borgarstjórnarflokkur Pírata fór í vettvangsferð á framkvæmdasvæði braggans í Nauthólsvík í hádeginu ásamt fulltrúa Skrifstofu Eigna- og atvinnuþróunar í dag og upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar. mbl.is/Hari

Rannsókn innri endurskoðunar verði útvíkkuð

Full­trú­ar meiri­hlut­ans í borg­ar­ráði lögðu fram til­lögu á borgarráðsfundi í morgun að innri end­ur­skoðun Reykja­vík­ur­borg­ar verði falið að vinna „heild­ar­út­tekt á öllu því ferli sem end­ur­gerð bragg­ans“ við Naut­hóls­veg 100 fól í sér. Dóra Björt segir að með tillögunni vilji meirihlutinn útvíkka hina óháðu rannsókn innri endurskoðunar svo að hún nái til allra anga málsins og að ekkert verði undanskilið.

„Þetta er eitthvað sem við höfum beitt okkur mikið fyrir að verði gert og ég treysti því að það muni skila af sér góðum niðurstöðum svo að það megi laga kerfin svo að svona geti ekki gerst aftur.“ Hún segir að fyrri tillagan hafi ekki vera nægilega víðfeðm og ná yfir hluti eins og óþarfa innkaup. „Okkur finnst eðlilegt að þetta mál verði upplýst að fullu svo hægt verði að draga lærdóm af því.“

„Í hvaða pólitísku vegferð er Vigdís Hauks?“ 

Vigdís hefur bent á að innri endurskoðandi borgarinnar sitji borgarráðsfundi og ætti því að hafa allar upplýsingar um framkvæmdir braggans. Í Morgunblaðinu í dag spyr Vigdís af hverju innri endurskoðandi hafi ekki sýnt frumkvæðisathugun á málinu?

Dóra Björt segir það áhugavert að Vigdís spyrji af hverju innri endurskoðun hafi ekki komið fyrr inn í málið á sama tíma og hún noti „hvert tækifæri til að rakka niður innri endurskoðun og grafa undan henni, þessari eftirlitsstofnun borgarinnar.“

„Þannig ég spyr mig: Í hvaða pólitísku vegferð er Vigdís Hauks? Er hún raunverulega að beita sér fyrir því að þetta mál verði upplýst eða er hún einungis að þessu til þess að valda hér fjaðrafoki?“ segir Dóra Björt.

Fram­kvæmd­irn­ar við braggann hafa kostað 415 millj­ón­ir en verk­efn­inu var …
Fram­kvæmd­irn­ar við braggann hafa kostað 415 millj­ón­ir en verk­efn­inu var út­hlutað 158 millj­ón­ir. mbl.is/Hari

Píratar funda með grasrótinni um braggann

Næstu skref verða að sögn Dóru Bjartar að bíða eftir niðurstöðu óháðrar rannsóknar innri endurskoðunar borgarinnar. „Það verður unnið rannsókninni eins hratt og örugglega og hægt er og innri endurskoðun mun mjög líklega sækja sér utanaðkomandi aðstoð til þess.“

Þá hafa Píratar hafa boðað til sérstaks fundar í grasrótarhreyfingu flokksins á laugardaginn þar sem farið verður yfir mál braggans. „Þess vegna erum við hingað komin í þessa vettvangsferð til þess að afla gagna, það er liður í að undirbúa okkur undir þann fund til að geta verið eins upplýst og hægt er og til að sá fundur nýtist sem best.“

Útsýnið úr skemmunni er ekki sem verst.
Útsýnið úr skemmunni er ekki sem verst. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert