Spyr hvort það sé þess virði að halda í EES

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins.
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ef það er svo að EES-samn­ing­ur­inn ógn­ar mat­væla­fram­leiðslu og fæðuör­yggi þjóðar­inn­ar ber okk­ur að skoða hvort það sé þess virði að halda í samn­ing­inn.“

Þetta seg­ir Gunn­ar Bragi Sveins­son, þing­flokks­formaður Miðflokks­ins, á Face­book-síðu sinni í dag. Til­efnið er dóm­ur Hæsta­rétt­ar í dag þess efn­is að ís­lensk lög og regl­ur, sem kveða á um að afla þurfi leyf­is fyr­ir inn­flutn­ingi á kjöti, eggj­um og mjólkuraf­urðum og gera kröfu um fryst­ingu inn­flutts kjöts, brjóti í bága við aðild Íslands að EES-samn­ingn­um.

Gunn­ar, sem hef­ur bæði gegnt embætti sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra og ut­an­rík­is­ráðherra, seg­ir að Íslend­ing­ar hljóti „að setja mik­il­vægi heil­brigðis Íslend­inga og mat­væla­fram­leiðslu á Íslandi ofar hags­mun­um versl­un­ar­inn­ar.“

Miðflokk­ur­inn samþykkti á landsþingi sínu síðasta vet­ur að flokk­ur­inn teldi að annaðhvort ætti að fara fram á að gerðar yrðu breyt­ing­ar á EES-samn­ingn­um eða segja hon­um upp.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka