Forysta Eflingar gagnrýnd harðlega

Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar.
Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar.

Formaður og fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar voru harðlega gagn­rýnd á fundi með starfs­fólki fé­lags­ins fyr­ir að hafa í engu svarað gíf­ur­yrðum og hörðum árás­um Gunn­ars Smára Eg­ils­son­ar á starfs­mann fé­lags­ins til ára­tuga, fjár­mála­stjór­ann.

Kem­ur þetta fram í sam­tali við starfs­mann fé­lags­ins. „Hver á fæt­ur öðrum lýsti óánægju sinni með þegj­anda­hátt tví­menn­ing­anna og frómt frá sagt var fátt um svör hjá Sól­veigu Önnu [Jóns­dótt­ur] og Viðari [Þor­steins­syni],“ seg­ir starfsmaður­inn í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag

Þess­ara umræðna var í engu getið í yf­ir­lýs­ingu „vegna um­fjöll­un­ar í fjöl­miðlum“ sem Sól­veig og Viðar birtu á vef Efl­ing­ar að fundi lokn­um. Þar var þó sagt að þau bæru traust til starfs­fólks­ins.

Fyrst var fjallað um mál­efni Efl­ing­ar í frétta­skýr­ingu Agnes­ar Braga­dótt­ur í Morg­un­blaðinu á laug­ar­dag og er hún birt hér að neðan:

Óvin­veitt yf­ir­taka á Efl­ingu?

Ekki er allt með felldu í Efl­ingu stétt­ar­fé­lagi, einkum á skrif­stofu fé­lags­ins, en þar starfa um 50 manns, hjá þessu næst­stærsta stétt­ar­fé­lagi land­ins, sem tel­ur yfir 19 þúsund manns. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um blaðamanns er loft lævi blandið á skrif­stofu Efl­ing­ar. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formaður og Viðar Þor­steins­son fram­kvæmda­stjóri eru sögð stjórna með harðri hendi og starfs­fólki jafn­vel hótað áminn­ingu í starfi af minna en engu til­efni.

Sól­veig Anna formaður frá því í vor, bar við trúnaði við starfs­menn og neitaði að svara efn­is­lega, þegar hún var spurð um ástæður þess að tveir af reynslu­mestu starfs­mönn­um fé­lags­ins, fjár­mála­stjór­inn og bók­ari, eru komn­ir í ótíma­greint veik­inda­leyfi. Ástæðan er m.a. sú, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins, að fjár­mála­stjór­inn neitaði að greiða háan inn­send­an reikn­ing frá Öldu Lóu Leifs­dótt­ur, eig­in­konu Gunn­ars Smára Eg­ils­son­ar, for­manns Sósí­al­ista­flokks­ins, helsta bak­hjarls Sól­veig­ar Önnu í bar­átt­unni um for­mennsk­una, án þess að fyr­ir lægi samþykki stjórn­ar Efl­ing­ar fyr­ir greiðslu reikn­ings­ins. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins var þessi af­greiðslu­hátt­ur fjár­mála­stjór­ans byggður á ára­tuga hefðum og hef­ur aldrei verið ve­fengd­ur, þar til nú.

 Hall­ar­bylt­ing í vor

Mönn­um er í fersku minni þegar hall­ar­bylt­ing var gerð í fé­lag­inu snemma á þessu ári og B-listi und­ir for­ystu Sól­veig­ar Önnu Jóns­dótt­ur, sem var ræki­lega studd af Sósí­al­ista­flokki Gunn­ars Smára Eg­ils­son­ar tók völd­in og felldi lista Sig­urðar Bessa­son­ar og fé­laga. Ekki má gleyma því að kosn­ingaþátt­taka var ein­ung­is um 10%. B- list­inn fékk átta stjórn­ar­menn en A-list­inn sjö.

Sól­veig Anna kom svo til fund­ar á skrif­stofu Efl­ing­ar, vopnuð hægri hönd sinni, Viðari Þor­steins­syni, og kynnti hann til sög­unn­ar á fund­in­um sem sinn næ­stráðanda og rak þannig skrif­stofu­stjór­ann, Þráin Hall­gríms­son, nán­ast í beinni út­send­ingu og án þess að eiga orðastað við hann um þessa fyr­ir­ætl­an sína. Áður höfðu Sól­veig Anna og Viðar losað sig við hag­fræðing fé­lags­ins, Hörpu Ólafs­dótt­ur.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins mun tví­eykið, Sól­veig Anna og Viðar, hafa gefið það út að ekki yrði um frek­ari hreins­an­ir á skrif­stofu Efl­ing­ar að ræða, af þeirra hálfu.

En það kom babb í bát­inn, því Alda Lóa Leifs­dótt­ir er sögð hafa mætt á skrif­stofu Efl­ing­ar í Guðrún­ar­túni 1, fyr­ir skemmstu, þar sem hún hitti fjár­mála­stjóra Efl­ing­ar í ára­tugi að máli og Alda Lóa lagði fram digran reikn­ing, upp á um eina millj­ón króna, eft­ir því sem næst verður kom­ist, og vildi fá reikn­ing­inn greidd­an m.a. vegna ljós­mynda sem hún hefði tekið í þágu Efl­ing­ar. Áður hafði Alda Lóa fengið um 4 millj­ón­ir króna greidd­ar vegna svipaðra verk­efna og gerðar mynd­bands, sem meiri­hluti stjórn­ar hafði samþykkt.

Svör fjár­mála­stjór­ans munu hafa verið á þann veg að svona háa reikn­inga gæti hún ekki greitt öðru­vísi en ákvörðun stjórn­ar Efl­ing­ar fyr­ir út­gjöld­un­um lægi fyr­ir.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins hafa vinnu­brögð fjár­mála­stjór­ans, áður gjald­ker­ans, sem lýst er hér að ofan, í ára­tugi verið sögð ein­kenn­andi fyr­ir henn­ar ábyrgu af­stöðu í starfi. Hún starfi sam­kvæmt grund­vall­ar­regl­um og hafi ávallt gert. Um þetta ber viðmæl­end­um Morg­un­blaðsins sam­an, hvort sem um óbreytta fé­lags­menn í Efl­ingu er að ræða eða nú­ver­andi og fyrr­ver­andi starfs­menn. Þeir segja að hún hafi verið ein­stak­lega far­sæll starfsmaður í gegn­um tíðina og mik­ill feng­ur hafi verið í henni. Fjár­mála­stjór­inn hóf fyrst störf hjá Gvendi Jaka (Guðmundi J. Guðmunds­syni) snemma á átt­unda ára­tug síðustu ald­ar, þegar hann var formaður Verka­manna­fé­lags­ins Dags­brún­ar. Það var svo snemma á tí­unda ára­tugn­um sem hún tók við gjald­ker­a­starf­inu hjá Efl­ingu.

Við þessa af­stöðu fjár­mála­stjór­ans hljóp þeim Sól­veigu Önnu og Viðari kapp í kinn og þau vildu leiðrétta það hið snar­asta hver tæki ákv­arðanir á skrif­stofu Efl­ing­ar, hvort sem það varðaði ákv­arðanir um fjár­mál eða annað.

Og ekki batnaði and­rúms­loftið þegar ljóst varð að bók­ari á skrif­stofu Efl­ing­ar til fimmtán ára tók ein­dregna af­stöðu með fjár­mála­stjór­an­um, sem varð til þess að hún féll líka í ónáð hjá hinu ráðandi tví­eyki, Sól­veigu Önnu og Viðari.

Bæði fjár­mála­stjór­inn og bók­ar­inn eru komn­ar í ótíma­greint veik­inda­frí frá störf­um sín­um á skrif­stofu Efl­ing­ar, eft­ir því sem næst verður kom­ist, og sömu­leiðis hef­ur blaðamaður heim­ild­ir fyr­ir því að þeirra mál gagn­vart Efl­ingu séu nú í hönd­um lög­fræðinga þeirra. Hvor­ug vildi ræða við blaðamann, þegar eft­ir því var leitað.

Sól­veig Anna var í ljósi þess sem hef­ur verið að ger­ast á skrif­stofu Efl­ing­ar að und­an­förnu, spurð hvort draga mætti þá álykt­un að Sósí­al­ista­flokk­ur­inn væri að taka yfir öll völd í 19 þúsund manna stétt­ar­fé­lagi: „Ég held bara að ég svari þessu þannig, að ég hljóti að vera bund­in full­um trúnaði um þessi mál og ég kýs að tjá mig ekki um innri mál skrif­stof­unn­ar, sök­um trúnaðar við starfs­fólk,“ sagði Sól­veig Anna.

 „Jahá! Plot thickens!“

Blaðamaður sagði for­manni Efl­ing­ar, að sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins hafi fjár­mála­stjóri Efl­ing­ar í ára­tugi neitað að greiða Öldu Lóu Leifs­dótt­ur háan reikn­ing, nema hann væri upp­áskrifaður og samþykkt­ur af stjórn Efl­ing­ar. Við þessi tíðindi hafi hún, formaður fé­lags­ins og henn­ar nán­asti sam­starfsmaður, Viðar Þor­steins­son, brugðist ókvæða við og nú sé fjár­mála­stjór­inn auk bók­ara komn­ir í ótíma­greint veik­inda­leyfi. Sól­veig Anna var spurð hverju hún svaraði til um lýs­ingu at­b­urða og hvort þetta væri ekki al­var­leg vís­bend­ing um að Sósí­al­ista­flokk­ur­inn, í sam­vinnu við hana og Viðar, væri að reyna að taka Efl­ingu, 19 þúsund manna stétt­ar­fé­lag og digra sjóði fé­lags­ins upp á 12 millj­arða króna, yfir:

„Jahá! Plot thickens!“ sagði Sól­veig Anna og bætti svo við: „Ég skal segja þér það í full­um trúnaði, að þarna er ekki rétt farið með, en að öðru leyti ætla ég ekki að tjá mig um þetta mál.“

Þá var Sól­veig Anna spurð hvort hún væri samþykk því að viðhalda þeirri hefð sem ríkt hefði í marga ára­tugi hjá Efl­ingu og for­vera henn­ar Dags­brún, allt frá dög­um Gvend­ar Jaka, að hvorki for­menn né æðstu starfs­menn fé­lags­ins væru nokk­urn tíma prókúru­haf­ar fé­lags­ins, þar sem meg­in­regl­an hafi verið sú að aðskilja ákvörðun­ar­valdið frá reikn­ings­hald­inu og út­gáfu pen­inga­legr­ar ábyrgðar og aft­ur neitaði formaður­inn að tjá sig og bar enn á ný fyr­ir sig trúnað við starfs­menn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert