Snemma í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um karlmann í annarlegu ástandi sem hefði komið sér fyrir undir laufhrúgu fyrir utan íbúðarhús í miðborg Reykjavíkur. Var maðurinn vistaður í fangaklefa en hann hafði ekki í nein önnur hús að venda, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar.
Um hálf tíu í morgun var svo tilkynnt um karlmann í annarlegu ástandi sökum ölvunar fyrir utan verslun í miðborginni. Eftir viðræður við lögreglu var honum ekið í húsaskjól, segir í dagbók lögreglunnar um málið.