Grasrót Pírata krefst svara

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, fyrir utan …
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, fyrir utan braggann dýra í gær. mbl.is/​Hari

„Þetta verk­efni er ólíkt öll­um öðrum verk­efn­um að því leyti að það var unnið al­farið á sviði eigna- og at­vinnuþró­un­ar en ekki á um­hverf­is- og skipu­lags­sviði þar sem svona stór­ar fram­kvæmd­ir eru alla jafna. Það voru því allt öðru­vísi verk­ferl­ar en hefði verið æski­legt við þetta verk­efni,“ sagði Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, borg­ar­full­trúi og formaður skipu­lags- og sam­gönguráðs Reykja­vík­ur, í sam­tali við mbl.is í dag.

Pírat­ar héldu í dag fé­lags­fund vegna „framúr­keyrslu í Bragga­mál­inu“, þar sem borg­ar­stjórn­ar­flokk­ur­inn rakti tíma­lín­una í Bragga­mál­inu og sat svo fyr­ir svör­um. Sig­ur­borg sagði að í upp­hafi fund­ar hefði mátt finna nokkra óánægju meðal grasrót­ar hreyf­ing­ar­inn­ar en fund­ur­inn hafi þó gengið mjög vel og mikið hafi verið um spurn­ing­ar

Sigurborg segir flesta spyrja sig að því sama í málinu: …
Sig­ur­borg seg­ir flesta spyrja sig að því sama í mál­inu: Hvernig gat þetta gerst? mbl.is/​​Hari

Skýr skila­boð

„Gras­rót­in krefst svara, það er al­veg skýrt,“ sagði Sig­ur­borg í sam­tali við mbl.is eft­ir fund­inn í dag. „Það sem brenn­ur mest á fólki er hvernig þetta gat eig­in­lega gerst. Við erum ekki kom­in með end­an­legt svar við því. Við gát­um hins veg­ar farið yfir tíma­lín­una og sagt frá því hvernig þetta mál hef­ur snert kjörna full­trúa.“

Sig­ur­borg sagðist ekki hafa svör við því hvers vegna verk­efnið hafi ekki verið unnið á sviði um­hverf­is- og skipu­lags­mála, og sagði að fjölda annarra spurn­inga væri enn ósvarað. Pírat­ar hygg­ist þó ætla að leita skýr­inga og bíða niður­stöðu innri end­ur­skoðunar Reykja­vík­ur­borg­ar.

Búið að greiða alla reikn­inga

„Þegar málið kem­ur til borg­ar­ráðs núna 16.ág­úst, þar sem er verið að biðja um auka­greiðslur vegna þess að verk­efnið sé farið fram úr áætl­un, og kosti núna yfir 400 millj­ón­ir, þá var það „ætlað samþykki“. Þá var búið að greiða reikn­ing­ana. Það er mjög varúðavert.“

Þá nefndi Sig­ur­borg að sam­kvæmt þeim upp­lýs­ing­um sem hún hef­ur skoðað hafi bygg­ing­arn­ar þrjár ekki verið verndaðar í deili­skipu­lagi, og því hafi mátt rífa þær og end­ur­byggja í sam­bæri­legri mynd, sem hefði verið mun hag­kvæm­ari kost­ur. Hvers vegna það hafi ekki verið gert sé einnig ein af spurn­ing­un­um sem Pírat­ar hyggj­ast fá svör við á næstu dög­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert