Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar hófst á Hótel Reykjavík Natura í morgun. Hann er opinn öllum flokksfélögum og stuðningsmönnum. Einungis kjörnir fulltrúar í flokksstjórn hafa þó atkvæðisrétt á fundinum.
Fundurinn hófst klukkan níu á því að Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði frá stöðunni í stjórnarskrármálinu. Í kjölfarið leiddi málefnahópur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar umræðum næstu skref.
Klukkan 11 hófst svo umræða um lausnir í húsnæðismálum með hagsmunaðilum og stjórnmálamönnum.
Nú í hádeginu verður svo kynnt stefna, verklag og uppfærðar siðareglur flokksins í kjölfar átaksins Í skugga valdsins #metoo.
Fleiri dagskrárliði má sjá hér.
Fundinum lýkur svo á ræðu Loga formanns klukkan 15.30.