Tímamót í sögu Landspítala

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala Íslands, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og …
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala Íslands, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra vopnuð pálum. Ljósmynd/Eva Björk

Fram­kvæmd­ir við nýtt þjóðar­sjúkra­hús við Hring­braut hóf­ust í dag þegar ráðherr­ar, full­trú­ar fé­laga og stofn­ana tóku fyrstu skóflu­stungu nýs meðferðar­kjarna. Meðferðar­kjarn­inn er stærsta bygg­ing­in í Hring­braut­ar­verk­efn­inu og verður á sex hæðum auk tveggja hæða kjall­ara.

Ráðafólk í heil­brigðis­geir­an­um var flest sam­mála um að dag­ur­inn í dag markaði tíma­mót í sögu Land­spít­al­ans og sagði Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra að nýtt sjúkra­hús muni ger­bylta allri aðstöðu fyr­ir heil­brigðisþjón­ust­una í heild, ekki síst fyr­ir sjúk­linga, starfs­menn og aðstand­end­ur, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Svandís Svavarsdóttir sagði uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar.
Svandís Svavars­dótt­ir sagði upp­bygg­ingu heil­brigðisþjón­ust­unn­ar eitt af for­gangs­mál­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Ljós­mynd/​Eva Björk

„Þakk­læti efst í huga“

„Þetta eru stærstu tíma­mót í sögu Land­spít­ala frá því að Land­spít­ali reis fyrst hér við Hring­braut fyr­ir til­stilli ís­lenskra kvenna. Mér er efst í huga þakk­læti fyr­ir elju þeirra sem hafa bar­ist fyr­ir verk­efn­inu í ára­tugi og þeirra sem nú fylgja því úr hlaði. Upp­bygg­ing Land­spít­alaþorps­ins flýg­ur áfram, enda nýt­ur verk­efnið mik­il­vægs stuðnings stjórn­valda og Land­spít­ali vel­vilja þjóðar­inn­ar allr­ar. Til ham­ingju við öll,“ sagði Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, af þessu til­efni.

Áætlað er að meðferðar­kjarn­inn verði tek­inn í notk­un árið 2024 og er hugsaður út frá starf­semi bráða- og há­skóla­sjúkra­húss. Þá mun bygg­ing­in tengj­ast öðrum starf­sein­ing­um Land­spít­ala með tengigöng­um og tengi­brúm.

Allir lögðu hönd á plóg við fyrstu skóflustunguathöfnina í dag.
All­ir lögðu hönd á plóg við fyrstu skóflu­stungu­at­höfn­ina í dag. Ljós­mynd/​Eva Björk
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert