Dýrbítur drap fé í Ölfusi

Dýrbítur gekk laus í Ölfusi á dögunum og drap og …
Dýrbítur gekk laus í Ölfusi á dögunum og drap og særði fé. Þessi mynd er úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hund­ur gekk laus í Ölfusi fyr­ir um viku síðan og drap þar hóp fjár. Þetta staðfest­ir lög­regl­an á Suður­landi í sam­tali við mbl.is.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is fann bóndi á svæðinu dautt lamb á föstu­dag fyr­ir rúmri viku. Á laug­ar­dag ákvað umráðamaður fjár­ins að at­huga aðstæður og fann þá sex dauðar kind­ur til viðbót­ar. Þá mun hafa sést til hunds­ins drepa þrjár kind­ur á um tíu mín­út­um á sunnu­dags­morg­un.

Í kjöl­farið var hund­ur­inn fangaður af lög­reglu. Síðar hafa fund­ist lömb sem eru illa slösuð eft­ir hund­inn, en upp­lýs­ing­ar um hvar hund­ur­inn er niður kom­inn núna feng­ust ekki staðfest­ar við vinnslu frétt­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert