Sektað við höllina

Þetta vill lögreglan ekki sjá, en þetta er ljósmynd sem …
Þetta vill lögreglan ekki sjá, en þetta er ljósmynd sem lögreglan hefur birt á Facebook-síðu sinni sem sýnir hvernig í pottinn er búið við höllina. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að mikið hafi verið um stöðubrot við Laugardalshöllina vegna sýningarinnar Íslenskur landbúnaður 2018.

Lögregla vill benda bifreiðaeigendum á að það er nóg af lausum stæðum í nokkura mínútna göngufæri frá sýningarsvæðinu. Svo sem á bifreiðastæðum við Laugardalsvöll og Suðurlandsbraut.

Lögreglan bendir á að í nokkurra mínútna fjarlægð séu fjölmörg …
Lögreglan bendir á að í nokkurra mínútna fjarlægð séu fjölmörg laus bílastæði. Ljósmynd/Lögreglan

Tekið er fram, að þeir sem leggja ólöglega geti átt von á tíu þúsund króna sekt fyrir vikið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert