Lengsta orð íslenskunnar á ljósmynd

Stefán Geir Árnason jarðverkfræðingur með kippuhring sem á eru lyklar …
Stefán Geir Árnason jarðverkfræðingur með kippuhring sem á eru lyklar að verkfærageymsluskúrnum í Vaðlaheiði. Ljósmynd/Valgeir Bergmann

Lengi hefur verið sagt að lengsta orð íslenskrar tungu sé Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúrslyklakippuhringurinn.

Oftast hefur þessu verið haldið fram sem brandara og fæstir velt fyrir sér að þetta þarfaþing er til í raun og veru. En nú er stykki þetta loksins fundið og til á ljósmynd, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Framkvæmdum við gerð Vaðlaheiðarganga lýkur eftir um mánuð og við munna þeirra Eyjafjarðarmegin eru vinnubúðir og aðstaða þeirra manna sem verkinu sinna. Þar er meðal annars skúr þar sem eftirlitsmenn með framkvæmdinni geyma tæki sín og verkfæri og í jakkavasa sínum er Stefán Geir Árnason, jarðverkfræðingur frá verkfræðistofunni Eflu, með á kippu lykla að skúrnum. Stefán er því meðal handhafa að hinum eina og sanna Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúrslyklakippuhring!

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert