Öðruvísi staðið að framkvæmdum núna

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn.
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn. mbl.is/Hari

Ég fagna því að það hafi verið ráðist í þessa út­tekt,“ seg­ir Dóra Björt Guðjóns­dótt­ir, odd­viti Pírata í borg­ar­stjórn um út­tekt sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík.

Ráðist verður í gagn­ger­ar end­ur­bæt­ur á starf­semi og innra eft­ir­liti Fé­lags­bú­staða í kjöl­far út­tekt­ar sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á 53 íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík.

Í út­tekt­inni kom fram að á því fjög­urra ára tíma­bili sem hún tók til samþykkti stjórn fram­kvæmd­ir fyr­ir 398 m.kr.  Árið 2012 var farið af stað með viðhalds­verk­efni upp á 44 millj­ón­ir kr. til að skipta út glugg­um, ofn­um og tré­verki á Írabakka 2-16. Fljót­lega kom hins veg­ar í ljós að viðhaldsþörf­in var mun meiri og því samþykkti stjórn­in fram­kvæmd­ir fyr­ir 398 m.kr næstu fjög­ur árin.  

Heild­ar­kostnaður Fé­lags­bú­staða vegna fram­kvæmd­anna reynd­ist hins veg­ar að lok­um 728 millj­ón­ir kr. sem er 330 millj­ón kr. um­fram þær heim­ild­ir sem stjórn­in veitti og fel­ur í sér 83% framúr­keyrslu. 

Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags­bú­staða, Auðun Freyr Ingvars­son, sagði af sér í kjöl­far út­tekt­ar­inn­ar.

„Mér finnst já­kvætt að stjórn fé­lags­bú­staða taki þess­um niður­stöðum al­var­lega og það geri ég einnig. Ég treysti stjórn­inni fyr­ir því verk­efni að breyta því sem þarf að bæta,“ seg­ir Dóra.

Hún seg­ir að það sé mik­il­vægt að fag­lega sé staðið að öll­um fram­kvæmd­um á veg­um Fé­lags­bú­staða. „Ég hef heyrt að öðru­vísi hafi verið staðið að fram­kvæmd­um eft­ir þetta mál. Mér finnst mik­il­vægt að verk­ferl­ar séu fag­leg­ir og skýr­ir og þeim sé fylgt. Ég treysti stjórn­inni að svo verði hér eft­ir,“ seg­ir Dóra.

Hún virðir ákvörðun Auðuns að segja upp störf­um. „Mér finnst virðing­ar­vert að fram­kvæmda­stjór­inn hafi ákveðið að hætta, þó ég viti ekki hvort það sé bein­tengt þessu. Það er virðing­ar­vert af hon­um að sæta ákveðinni ábyrgð með því að fara frá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert