Öðruvísi staðið að framkvæmdum núna

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn.
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn. mbl.is/Hari

Ég fagna því að það hafi verið ráðist í þessa úttekt,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn um út­tekt sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík.

Ráðist verður í gagn­ger­ar end­ur­bæt­ur á starf­semi og innra eft­ir­liti Fé­lags­bú­staða í kjöl­far út­tekt­ar sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á 53 íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík.

Í út­tekt­inni kom fram að á því fjög­urra ára tíma­bili sem hún tók til samþykkti stjórn fram­kvæmd­ir fyr­ir 398 m.kr.  Árið 2012 var farið af stað með viðhalds­verk­efni upp á 44 millj­ón­ir kr. til að skipta út glugg­um, ofn­um og tré­verki á Írabakka 2-16. Fljót­lega kom hins veg­ar í ljós að viðhaldsþörf­in var mun meiri og því samþykkti stjórn­in fram­kvæmd­ir fyr­ir 398 m.kr næstu fjög­ur árin.  

Heild­ar­kostnaður Fé­lags­bú­staða vegna fram­kvæmd­anna reynd­ist hins veg­ar að lok­um 728 millj­ón­ir kr. sem er 330 millj­ón kr. um­fram þær heim­ild­ir sem stjórn­in veitti og fel­ur í sér 83% framúr­keyrslu. 

Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags­bú­staða, Auðun Freyr Ingvars­son, sagði af sér í kjöl­far út­tekt­ar­inn­ar.

„Mér finnst jákvætt að stjórn félagsbústaða taki þessum niðurstöðum alvarlega og það geri ég einnig. Ég treysti stjórninni fyrir því verkefni að breyta því sem þarf að bæta,“ segir Dóra.

Hún segir að það sé mikilvægt að faglega sé staðið að öllum framkvæmdum á vegum Félagsbústaða. „Ég hef heyrt að öðruvísi hafi verið staðið að framkvæmdum eftir þetta mál. Mér finnst mikilvægt að verkferlar séu faglegir og skýrir og þeim sé fylgt. Ég treysti stjórninni að svo verði hér eftir,“ segir Dóra.

Hún virðir ákvörðun Auðuns að segja upp störfum. „Mér finnst virðingarvert að framkvæmdastjórinn hafi ákveðið að hætta, þó ég viti ekki hvort það sé beintengt þessu. Það er virðingarvert af honum að sæta ákveðinni ábyrgð með því að fara frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert