Vilja rýmka tjáningarfrelsið

Eiríkur Jónsson, prófessor og formaður nefndar forsætisráðherra um umbætur á …
Eiríkur Jónsson, prófessor og formaður nefndar forsætisráðherra um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. mbl.is/Eggert

„Aðal­málið í öll­um frum­vörp­un­um er rýmk­un tján­ing­ar­frels­is,“ seg­ir Ei­rík­ur Jóns­son, pró­fess­or og formaður nefnd­ar um um­bæt­ur á sviði tján­ing­ar-, fjöl­miðla- og upp­lýs­inga­frels­is, við mbl.is. Nefnd­in kynnti til­lög­ur að um­bót­um á þess­um sviðum í Þjóðminja­safn­inu í dag.

Fimm laga­frum­vörp­um hef­ur verið skilað til ráðherra. Í fyrsta lagi er það frum­varp til laga um bæt­ur vegna ærumeiðinga en þar er lagt til að refs­ing­ar vegna ærumeiðinga verði af­numd­ar. 

Í öðru lagi er það frum­varp sem legg­ur til þreng­ingu á refs­ingu við hat­ursorðræðu. Tján­ing­ar­frelsi er rýmkað og lagt er til að gerð verði krafa um að hátt­semi sé til þess fall­in að hvetja til eða kynda und­ir hatri, of­beldi eða mis­mun­un; ekki ein­stök um­mæli í reiðik­asti.

Í þriðja lagi er lagður til nýr kafli í stjórn­sýslu­lög­um um tján­ing­ar­frelsi og þagn­ar­skyldu op­in­berra starfs­manna. Það frum­varp fel­ur í sér meg­in­reglu um að op­in­ber­ir starfs­menn njóti tján­ing­ar­frels­is. Þá fel­ur frum­varpið í sér að mikl­um fjölda þagn­ar­skyldu­ákvæða verði breytt í því skyni að fækka þeim og sam­ræma. 

Í fjórða lagi er frum­varp um breyt­ing­ar á lög­um um ra­f­ræn viðskipti og aðra ra­f­ræna þjón­ustu. Með frum­varp­inu er stefnt að rýmk­un tján­ing­ar­frels­is með því að draga úr ábyrgð hýs­ing­araðila og skyldu þeirra til að taka niður gögn. 

Í fimmta lagi eru breyt­ing­ar á lög­um um fjar­skipti. Þar er ann­ars veg­ar lagt til að skyldu­bund­in gagna­geymd fjar­skipta­fyr­ir­tækja verði af­num­in og hins veg­ar að skil­yrði fyr­ir aðgangi lög­reglu/​ákær­anda að gögn­um fjar­skipta­fyr­ir­tækja verði hert.

Auk þess skilaði nefnd­in af sér und­ir­bún­ings­skjal­inu áform um laga­setn­ingu um vernd upp­ljóstr­ara. 

Meiðyrðalög­gjöf­in löngu úr­elt

„Þarna erum við meðal ann­ars að af­nema refs­ing­ar vegna ærumeiðinga, koma meiðyrðalög­gjöf­inni í nú­tíma­horf því hún er orðin löngu úr­elt. Það er mælt fyr­ir um það í lög­um að það megi setja menn í fang­elsi í eitt ár fyr­ir að móðga,“ seg­ir Ei­rík­ur. Lagaum­hverfnu hafi fylgt vanda­mál og ít­rekað komið dóm­ar frá Mann­rétt­inda­dóm­stóli Evr­ópu þar sem ís­lensk­ir dóm­ar hafa verið tald­ir stang­ast á við 10. grein Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

„Þarna er verið að stíga held ég mjög stórt skref með því að af­nema refs­ing­ar og færa lög­gjöf­ina til sam­ræm­is við þessi nú­tímaviðhorf um tján­ing­ar­frelsi,“ seg­ir Ei­rík­ur.

80 ákvæði um þagn­ar­skyldu felld úr gildi

„Eins er þarna verið að skýra regl­ur um tján­ing­ar­frelsi og þagn­ar­skyldu op­in­berra starfs­manna. Það er mjög mik­il­vægt því op­in­ber­ir starfs­menn eru mjög marg­ir, hafa mikla reynslu og þekk­ingu og tján­ing þeirra því afar mik­il­væg í hinni lýðræðis­legu umræðu,“ seg­ir Ei­rík­ur og bæt­ir við að vanda­málið í dag séu fjöl­mörg og óskýr þagn­ar­skyldu­ákvæði.

„Starfs­menn hins op­in­bera kunna að fá þá til­fin­inn­gu að þeir fái ekki að tjá sig um neitt sem teng­ist starfi þeirra,“ seg­ir Ei­rík­ur en með frum­varp­inu verða 80 ákvæði um þagn­ar­skyldu felld úr gildi.

„Hug­mynd­in er í öll­um þess­um lög­um verði vísað til stjórn­sýslu­laga. Það verði einn kafli þar sem fram komi að starfs­menn hafi heim­ild til að tjá sig um starfi sitt nema þagn­ar­skylda eða trúnaðarskylda leiði til ann­ars.“

Ekki elt­ast við um­mæli manna í reiðik­asti

Ei­rík­ur tel­ur að gengið hafi verið lengra en þjóðrétt­ar­skuld­bind­ing­ar krefjast í mál­um er varða ærumeiðing­ar og hat­ursorðræðu. 

„Ríkið hef­ur nokkuð svig­rúm hversu langt er gengið í að tak­marka for­dóma­full­ar skoðanir. Ég held að það sé mik­il­væg­ara að við ein­beit­um okk­ur að eig­in­leg­um hat­ursáróðri, sem sann­ar­lega er til staðar, en séum ekki að virkja lög­reglu og sak­sókn­ara til að elta ein­hver ein­stök um­mæli þar sem menn í reiðik­asti yfir frétt setja eitt­hvað á sam­fé­lags­miðla en ekk­ert annað er í því. Menn eru þá ekki að taka þátt í skipu­legri hat­ursorðræðu eða slíku.“

Birgitta Jónsdóttir fylgist með kynningunni í dag.
Birgitta Jóns­dótt­ir fylg­ist með kynn­ing­unni í dag. mbl.is/​Eggert

„Barnið“ henn­ar Birgittu

Starf nefnd­ar­inn­ar má rekja til frum­kvæðis Birgittu Jóns­dótt­ur, eins nefnd­ar­manna, fyrr­ver­andi þing­manns Pírata og nú­ver­andi stjórn­ar­for­manns In­ternati­onal Modern Media Initiati­ve. Hún lagði fram þings­álykt­un á sín­um tíma en sjálf sagði Birgitta eft­ir kynn­ing­una í dag að hún væri ánægð að sjá „barnið sitt“.

Ei­rík­ur seg­ir að stofnaður hafi verið stýri­hóp­ur um samþykkta þings­álykt­un Birgittu. Málið hafi síðan strandað, þangað til nú­ver­andi nefnd var stofnuð en þeirra vinna var að taka við þeim grunni sem búið var að gera.

„Upp­hafið að þessu öllu er þings­álykt­un­ar­til­laga Birgittu Jóns­dótt­ur.“

Nefnd­in mun halda áfram störf­um til 1. mars næst­kom­andi og skoða fleiri hluti, eins og lög­bann til tak­mörk­un­ar á tján­ingu, en í því dæmi er hægt að nefna lög­banns­kröfu Glitn­is HoldCo á um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar, sem Lands­rétt­ur hafnaði í byrj­un mánaðar og staðfesti þar sem úr­sk­urð héraðsdóms.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert