Saka formann framkvæmdaráðs Pírata um trúnaðarbrest

Frá aðalfundi Pírata sem haldinn var á Selfossi í lok …
Frá aðalfundi Pírata sem haldinn var á Selfossi í lok september. Ljósmynd/Píratar

Sindri Vi­borg, sem hef­ur starfað sem formaður fram­kvæmdaráðs Pírata, hef­ur sagt sig úr ráðinu sem og flokkn­um. Ásamt hon­um hafa þrír af tíu full­trú­um fram­kvæmdaráðsins sagt af sér. Eft­ir sitja sex full­trú­ar ásamt áheyrn­ar­full­trúa. 

Vís­ir grein­ir frá því að af­sögn Sindra teng­ist fólki inn­an aðild­ar­fé­lags­ins Pírat­ar í Reykja­vík sem saka Sindra um trúnaðarbrest í starfi. Sindri seg­ist í sam­tali við mbl.is ekki vilja tjá sig um málið á meðan það er enn til um­fjöll­un­ar inn­an flokks­ins. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is rík­ir mik­ill hiti meðal flokks­manna vegna máls­ins. 

Hinir sem hverfa úr fram­kvæmdaráðinu eru Hall­dór Auðar Svans­son, Jón Gunn­ar Borgþórs­son og Val­geir Helgi Bergþórs­son. Hlut­verk ráðsins er að ann­ast al­menna stjórn og rekst­ur fé­lags­ins.

Fram­kvæmdaráðið mun koma sam­an annað kvöld til að ræða þann vanda sem upp er kom­inn í ráðinu. Þá hef­ur verið boðað til fé­lags­fund­ar á mánu­dag. Í fund­ar­boðinu sem sent var á fé­laga­tal Pírata í gær seg­ir að þeir sem eft­ir sitja í fram­kvæmdaráðinu séu all­ir af vilja gerðir til að leysa mál­in og eru þeir sem hafa sagt af sér vel­komn­ir á fund­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert