Eiga bætt kjör bara við suma?

Elín Björg Jónsdóttir hættir sem formaður BSRB í haust eftir …
Elín Björg Jónsdóttir hættir sem formaður BSRB í haust eftir tæplega níu ára starf. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Yf­ir­skrift þings­ins er bætt kjör, betra sam­fé­lag,“ sagði Elín Björg Jóns­dótt­ir, formaður BSRB, í opn­un­ar­ávarpi sínu á 45. þingi BSRB á Hilt­on hót­el Nordica í morg­un. Hún sagði að BSRB vildi gera allt til að bæta lífs­kjör launa­fólks í land­inu.

Hún sagði að hér væru all­ar for­send­ur til þess að sam­fé­lagið væri gott, enda væri hér mikið af auðlind­um. Hins veg­ar gengi illa að skipta gæðunum. „Þeim sem hafa það verst geng­ur illa að ná end­um sam­an á meðan þeir rík­ustu hafa mánaðarlaun á við árs­laun al­menns launa­fólks,“ sagði Elín.

Hafa menn lært eitt­hvað af hrun­inu?

Hún kallaði eft­ir ábyrgð stjórn­enda í at­vinnu­líf­inu og spurði hvort þeir hefðu eitt­hvað lært af hrun­inu. Hún taldi að marg­ir þeirra hefðu ekk­ert lært af því annað en að senda ekki viðkvæm­ar upp­lýs­ing­ar í tölvu­pósti.

Þeir virðast enn halda að það sé ásætt­an­legt að greiða stjórn­end­um háa bónusa fyr­ir það eitt að sinna sín­um störf­um. Bónusa sem leggj­ast ofan á laun langt um­fram það sem venju­legt launa­fólk get­ur látið sér detta í hug. Stjórn­völd hafa svo fylgt eft­ir með gríðarleg­ar launa­hækk­an­ir æðstu stjórn­enda,“ sagði Elín.

Hún sagði þetta sýna að ekki rói all­ir í sömu átt í sam­fé­lag­inu. Sum­ir vilji bæta hag sam­fé­lags­ins á meðan aðrir hugsi bara um að bæta eig­in hag. BSRB kalli eft­ir auk­inni sam­fé­lags­legri ábyrgð stjórn­enda í at­vinnu­líf­inu og að það verði aldrei sátt í sam­fé­lag­inu á meðan bætt kjör og lífs­gæði eigi bara við suma.

Fé­lags­leg­ur stöðug­leiki lyk­il­atriði

Elín sagði að það mik­il­væg­asta sem BSRB hefði beitt sér fyr­ir und­an­farið væri fé­lags­leg­ur stöðug­leiki. „Fé­lags­leg­ur stöðug­leiki snýst um að búa launa­fólki fé­lags­legt ör­yggi. Launa­fólk verður að hafa svig­rúm til að mæta af­leiðing­un­um af slys­um, veik­ind­um eða at­vinnum­issi. Það verður að geta eign­ast börn og komið þaki yfir höfuðið. Í því felst líka að tryggja öldruðum og ör­yrkj­um líf­eyri svo þeir geta lifað mann­sæm­andi lífi. Einnig að tryggja ör­yggi fólks með öfl­ugri lög­gæslu, slökkviliði, sjúkra­flutn­ing­um og toll­gæslu,“ sagði Elín.

Þegar fé­lags­leg­ur stöðug­leiki sé ekki til staðar sagði Elín að eng­inn stöðug­leiki væri á vinnu­markaði.

40 stunda vinnu­vika ekk­ert lög­mál

Eitt af stóru verk­efn­um BSRB er vinnu­tími og Elín sagði að marg­ir þurfi að vinna lang­an vinnu­dag, taka þá yf­ir­vinnu sem býðst og jafn­vel vera í fleiri en einni vinnu til að sjá sér og sín­um far­borða. 

Við því þarf að bregðast með því að hækka lægstu laun­in svo þau dugi til að lifa mann­sæm­andi lífi. Ef við sem sam­fé­lag get­um ekki náð sam­an um það er illa fyr­ir okk­ur komið,“ sagði Elín og bætti við að nú­ver­andi skipu­lag um vinnu­tíma væri næst­um því hálfr­ar ald­ar gam­alt.

40 stunda vinnu­vik­an er ekk­ert lög­mál. Í ára­tugi hef­ur BSRB beitt sér fyr­ir því að vinnu­vik­an verði stytt í 36 stund­ir. Og okk­ur hef­ur orðið býsna vel ágengt. Til­rauna­verk­efni með Reykja­vík­ur­borg og rík­inu hafa skilað verðmæt­um niður­stöðum sem hægt er að byggja á.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert