Þrettán málum var vísað til úrskurðarnefndar um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir á árinu 2017. Þrettán einstaklingum var heimilað að rjúfa þungun eftir 16. viku meðgöngu og engri beiðni um fóstureyðingu var synjað.
Þetta kemur fram í skriflegu svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um þungunarrof. Þar kemur einnig fram að ráðherra hyggist leggja fram frumvarp til laga um þungunnarof á yfirstandandi þingi og að við gerð þess sé höfð hliðsjón af skýrslu nefndar um heildarendurskoðun laga nr. 25/197 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir.
Öllum málum sem varða fóstureyðingu eftir 16. viku er vísað til úrskurðarnefndar um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir og fjallar nefndin um hvort skylirði laga séu uppfyllt. Í fyrirspurn til ráðherra er spurt hverjar helstu ástæður þess að úrskurðarnefndin syni einstaklingum um þungunarrof, og í svari ráðherra segir að í gegnum árin hafi helsta ástæða synjunar verið þegar óskað hefur verið eftir fóstureyðingu vegna félagslegra aðstæðna.
Markmið nýs frumvarps til laga um þungununarrof er að tryggja að sjálfsforræði kvenna sé virt með öruggum aðgangi að heilbrigðisþjónustu. Frumvarpið var birt á samráðsgátt stjórnvalda og yrði það að lögum verður þungunarrof heimilt að beiðni þungaðrar konu fram að lokum 18. viku meðgöngu.