Flutningur á grænmeti kolefnisjafnaður

Haldið verður sérstakt kolefnisbókhald til að reikna út kolefnisfótspor í …
Haldið verður sérstakt kolefnisbókhald til að reikna út kolefnisfótspor í flutningum frá bónda í verslaniar. Ljósmynd/Aðsend

Sölu­fé­lag garðyrkju­manna og Kolviður hafa und­ir­ritað samn­ing sem fel­ur í sér að flutn­ing­ur á græn­meti frá græn­met­is­bænd­um í Sölu­fé­lagi garðyrkju­manna í versl­an­ir verður kol­efnis­jafnaður að fullu. 

„Íslenskt græn­meti er því orðið enn grænna en áður og neyt­end­ur fá trygg­ingu fyr­ir því að kol­efn­is­fót­spor á flutn­ingi græn­met­is­ins eru jöfnuð að fullu af vottuðum aðilum,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Samn­ing­ur­inn fel­ur m.a. í sér að haldið er sér­stakt kol­efn­is­bók­hald til að reikna út kol­efn­is­fót­spor í flutn­ing­um frá bónda og í versl­an­ir. Út frá þeim gögn­um er trjám plantað á til­greind­um svæðum og eru þau vernduð í sex­tíu ár. Þannig er all­ur akst­ur vör­unn­ar kol­efnis­jafnaður

Kolviður er sjóður sem starfar sam­kvæmt skipu­lags­skrá samþykktri af stjórn­völd­um 2006 og lýt­ur eft­ir­liti Rík­is­end­ur­skoðunar. Stofn­end­ur sjóðsins eru Skóg­rækt­ar­fé­lag Íslands og Land­vernd með stuðningi rík­is­stjórn­ar Íslands, en mark­mið hans er bind­ing kol­efn­is í gróðri og jarðvegi til að draga úr styrk kolt­víoxíðs (CO2) í and­rúms­lofti.

Sam­kvæmt mæl­ing­um á flutn­ingi græn­met­is frá fram­leiðend­um hef­ur Kolviður gróður­sett tré sem jafn­ar út kol­efn­is­fót­spor­in og sú vinna mun halda áfram um ókom­in ár.

Stór skref í rétta átt

„Við telj­um afar mik­il­vægt að halda áfram að vera eins vist­væn og græn og við get­um. Síðustu ár höf­um við tekið mörg stór og mik­il­væg skref í þá átt. Þannig er yfir ára­tug­ur liðinn frá því að við hætt­um allri notk­un frauðplasts, tæp 10 ár frá því að allri notk­un á plast­bökk­um var hætt og bakk­ar úr end­ur­vinn­an­leg­um pappa tekn­ir upp í staðinn, fljót­lega koma á markað jarðgerðan­leg­ar umbúðir unn­ar úr jurta­sterkju og einnig eru vænt­an­leg­ir kart­öflu­bréf­pok­ar fyr­ir okk­ar kart­öfl­ur. Að kol­efnis­jafna nú akst­ur græn­met­is­ins er eðli­legt næsta skref. Íslend­ing­ar vita hvaðan ís­lenskt græn­meti kem­ur og nú að það komi í versl­an­ir kol­efnis­jafnað,“ seg­ir Gunn­laug­ur Karls­son, fram­kvæmda­stjóri Sölu­fé­lags garðyrkju­manna í til­kynn­ing­unni.

Um 600 þúsund trjám verið plantað

„Kolviðar­skóg­ar eru nú þegar á Geitas­andi á Rangár­völl­um og á Úlfljóts­vatni og unnið er að samn­ing­um um upp­bygg­ingu skóg­ar við Skál­holt. Frá upp­hafi hef­ur um 600.000 trjám verið plantað í Kolviðar­skóga og þeim fyr­ir­tækj­um sem vilja kol­efnis­jafna sig fjölg­ar jafnt og þétt. Það er afar ánægju­legt að Sölu­fé­lag garðyrkju­manna stígi nú þetta skref og stækki enn frek­ar Kolviðar­skóga lands­ins og geri græn­metið enn grænna,“ seg­ir Reyn­ir Krist­ins­son, fram­kvæmda­stjóri Kolviðs í til­kynn­ing­unni. .

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert