Japönsk kvikmynd þótti of dónaleg

Úr kvikmyndinni Veldi tilfinninganna, sem þótti of dónaleg til sýningar …
Úr kvikmyndinni Veldi tilfinninganna, sem þótti of dónaleg til sýningar á Íslandi. Ljósmynd/IMDB

Það er margt sem saga kláms á Íslandi á sam­eig­in­legt með sögu kláms ann­ars staðar í heim­in­um, en af því var minna fram­leitt hér á landi en víða ann­ars staðar. Þetta seg­ir Krist­ín Svava Tóm­as­dótt­ir, höf­und­ur sagn­fræðirits­ins Stund kláms­ins: Klám á Íslandi á tím­um kyn­lífs­bylt­ing­ar­inn­ar sem kem­ur út í næstu viku, en þar fjall­ar hún sér­stak­lega um tíma­bilið á milli 1960 og 1980.

„Ég þekki eng­ar ís­lensk­ar klám­mynd­ir frá þess­um tíma og fram­leiðsla á ber­söglu efni á Íslandi fór nán­ast ein­göngu fram í formi tíma­rita og lít­illa vasa­brots­bóka, svo­kallaðra ‚sjoppu­rita‘ sem tóku sitt efni upp úr er­lend­um blöðum,“ seg­ir Krist­ín Svava.

Ekki rétt að allt hafi mátt á Norður­lönd­un­um

„Í bók­inni set ég þetta meðal ann­ars í nor­rænt sam­hengi og það er mjög áhuga­vert að sjá hvað Norður­lönd­in voru ólík. Í Dan­mörku og Svíþjóð varð til öfl­ug­ur kyn­lífs- og klámiðnaður og klám var lög­leitt í báðum lönd­um. Stund­um er talað um Norður­lönd­in sem svæði þar sem ekk­ert var bannað, en Ísland var lík­ara Nor­egi og Finn­landi þar sem dreif­ing á klámi var ekki leyfð á þess­um tíma.“

Kristín Svava Tómasdóttir, höfundur sagnfræðiritsins Stund klámsins: Klám á Íslandi …
Krist­ín Svava Tóm­as­dótt­ir, höf­und­ur sagn­fræðirits­ins Stund kláms­ins: Klám á Íslandi á tím­um kyn­lífs­bylt­ing­ar­inn­ar. mbl.is/​Golli

Bók­in er fyrsta fræðilega verkið sem gefið hef­ur verið út um sögu kláms á Íslandi og seg­ir Krist­ín Svava það svo sem ekk­ert skrýtið þar sem það sé rosa­lega margt í Íslands­sög­unni sem eigi eft­ir að rann­saka og að þetta sé bara eitt viðfangs­efni af mörg­um. Stund kláms­ins er byggð á meist­ara­rit­gerð Krist­ín­ar Svövu í sagn­fræði, en henni þykir viðfangs­efnið ekki síst áhuga­vert í ljósi þess hve fjöl­breytt það er.

Breið og menn­ing­ar­leg nálg­un á sögu kláms­ins

„Nálg­un­in sem ég tek er breið og menn­ing­ar­sögu­leg og teng­ist alls kon­ar sviðum eins og sögu rit­skoðunar, sögu rík­is­ins, bók­mennta­sögu, kvik­mynda­sögu, prent­sögu og svo nátt­úru­lega sögu kyn­lífs, kynja og kyn­hneigða,“ seg­ir Krist­ín Svava.

„Aðalkafl­arn­ir eru þrír og í fyrsta lagi er ég að skoða hvernig klám var skil­greint fyr­ir dóm­stól­um. Í öðru lagi skoða ég hvernig var talað um sænsku kvik­mynd­ina Tákn­mál ástar­inn­ar sem var sýnd hér á landi 1970 og í þriðja lagi fjalla ég um umræðuna um jap­anska kvik­mynd sem heit­ir Veldi til­finn­ing­anna. Það átti að sýna hana á Íslandi 1978 en það var hætt við það vegna þess að hún þótti of dóna­leg.“

Af­brigðileg­ar hneigðir frek­ar metn­ar klám­fengn­ar

Krist­ín Svava seg­ir kafl­ann um dóm­stól­ana ekki síst áhuga­verðan. „Þegar horft er til þess hvað þótti refsi­verð dreif­ing á klámi þá skipti miklu máli að fólk hefði grætt á henni. Svo skoða ég líka hvað það var í efn­inu sjálfu sem gerði það að verk­um að dóm­stól­ar mátu það klám­fengið. Þar komst ég að því að ef efnið fjallaði um eitt­hvað sem þykir óeðli­legt eða sýndi af­brigðileg­ar hneigðir, þá þótti það klám­fengn­ara en annað, en jafn­framt ef það sýndi of­beldi.“

Í bók­inni rek­ur Krist­ín Svava, að eig­in sögn, einnig það sem fræðimenn hafa ritað um sögu kláms­ins fram að miðri 20. öld, sem og þró­un­ina eft­ir 1980.

Útgáfu­hóf vegna bók­ar­inn­ar verður haldið í Bóka­búð For­lags­ins fimmtu­dag­inn 25. októ­ber kl. 17:00, en þar verður út­gáfu bók­ar­inn­ar Hnign­un, hvaða hnign­un? Goðsögn­in um niður­læg­ing­ar­tíma­bilið í sögu Íslands eft­ir Axel Krist­ins­son einnig fagnað og mun for­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, vera sér­stak­ur heiðurs­gest­ur og ávarpa gesti. Í há­deg­inu sama dag flyt­ur Krist­ín Svava fyr­ir­lest­ur á veg­um MARK í Há­skóla Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert