„Menn lifa ekki á kostnaðarmötum“

Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Árni Sæberg

„Við höf­um ekki rætt þetta í samn­inga­nefnd­inni, en við lát­um eitt­hvað kostnaðarmat ekki hafa áhrif á það sem við erum að gera. Við telj­um okk­ur vera að ná laun­um fyr­ir fólk sem þarf á því að halda og er á lág­um laun­um í dag. Við verðum að hætta að tala um þetta kostnaðarmat og snúa okk­ur að því hvernig er hægt að klára þessa samn­inga,“ seg­ir Björn Snæ­björns­son, formaður Starfs­greina­sam­bands­ins.

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins sendu SGS bréf í gær þar sem lagt er til að óháðum aðila verði falið að vinna mat á áhrif­um kröfu­gerðar SGS á fé­lags­menn, fyr­ir­tæki, at­vinnu­lífið og op­in­ber fjár­mál.

„Þeim er al­gjör­lega vel­komið að láta ein­hvern óháðan aðila gera þetta, við ætl­um ekk­ert að banna þeim það. En ég held að við séum ekk­ert að fara í þá veg­ferð, við vit­um hvað fólk þarf að hafa til að geta lifað,“ seg­ir Björn. „Menn lifa ekki á kostnaðarmöt­um, menn lifa á því hvað þeir fá í kjara­samn­ing­um.“

Spurður hvort ekki sé þörf á heild­stæðu mati á áhrif­um launakrafna sam­bands­ins og hvort ekki beri að horfa til kaup­mátt­ar­aukn­ing­ar í stað nafn­verðshækk­ana kjara­samn­inga vegna hættu á launa­skriði og verðbólgu seg­ir Björn að það sé mark­mið SGS að fólk fái meira fyr­ir aur­ana sína.

„Þessi söng­ur er byrjaður og hef­ur alltaf verið í upp­hafi allra kjara­samn­inga. Það er ekk­ert nýtt í því,“ seg­ir Björn. „Ég man ekki til þess að það hafi verið sett upp kostnaðarmat þegar kjararáð birti niður­stöðuna sína, og ekki þegar for­stjór­arn­ir hækkuðu. Þegar lág­launa­fólk á að fá hækk­an­ir er allt annað í kort­un­um,“ seg­ir Björn.

Ein­um fundi er lokið í kjaraviðræðum SGS og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins þar sem SGS lagði kröfu­gerð sam­bands­ins fram. Björn á von á því að næsti fund­ur verði í byrj­un næsta mánaðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert