Opna á samninga um yfirtöku vallarins

Reglubundið leiguflug hófst frá Bretlandi til Akureyrar í fyrravetur og …
Reglubundið leiguflug hófst frá Bretlandi til Akureyrar í fyrravetur og nú í vetur er áætlað að yfir 5.000 ferðamenn komi þaðan. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að óska eftir því að Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar afli gagna til að gera viðskipta- eða rekstraráætlun fyrir Akureyrarflugvöll og kanna áhrif fjölgunar farþega með auknu millilandaflugi og rekstrargrundvöll vallarins.

Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að áætlunin geti orðið grundvöllur samningaviðræðna við ríkið um að Akureyrabær taki yfir rekstur vallarins og annist nauðsynlega uppbyggingu gegn því að fjárfestingin fáist til baka með leigugreiðslum.

Í skýrslu sem verkfræðistofan Efla gerði fyrir Eyþing kemur fram að kostnaður við að byggja nýja flugstöð og breyta þeirri gömlu gæti orðið tæpir 1,5 milljarðar kr., kostnaður við flughlöð 1,6 milljaðar og uppsetning á ILS-aðflugsbúnaði 180 milljónir, samtals rúmlega 3,2 milljarðar kr. Efla telur að framkvæmdatími við flugstöð yrði að lágmarki 2 ár og við flughlöð 3 ár.

Aðflugsbúnaðurinn verður settur upp á næsta ári en framkvæmdir við flughlöð og flugstöð eru á tillögu að samgönguáætlun eftir 5-15 ár, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert