Á að byggja á mati fjölmiðlamanna

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að almennt sé afstaða félagsins sú að það eigi að vera mat fjölmiðlamanna hvað varði almenning.

Líkt og fram kom á mbl.is í gær hefur Sig­ríður And­er­sen dóms­málaráðherra lagt fram frumvarp varðandi nafnbirtingar. Verði frumvarpið að lögum verða dóm­ar og úr­sk­urðir héraðsdóm­stóla sem varða viðkvæm per­sónu­leg mál­efni ekki leng­ur birt­ir op­in­ber­lega.

Þar er um að ræða mál sem snú­ast um lögræði, sifjar, erfðir, mál­efni barna, of­beldi í nán­um sam­bönd­um, nálg­un­ar­bann og kyn­ferðis­brot. Sömu­leiðis er gert ráð fyr­ir að aðeins verði birt­ir út­drætt­ir úr dóm­um Lands­rétt­ar og Hæsta­rétt­ar í slík­um mál­um þar sem ein­ung­is komi fram réttar­fram­kvæmd og á hverju niðurstaðan er byggð.

Hjálmar segir í samtali við Morgunblaðið í gær að Blaðamannafélagið muni veita umsögn um frumvarpið.

„Þetta hefur mikið verið í umræðunni,“ segir Hjálmar og vísar til málþings í vor á vegum dómstólasýslunnar þar sem farið var yfir helstu sjónarmið varðandi nafnbirtingar í dómum án þess þó að komist væri að einhverri niðurstöðu. „Það er sjónarmið að viðkvæm persónuleg málefni eigi ekki að vera í fjölmiðlum nema það sem varði almenning, en við teljum eðlilegt að það sé lagt í mat fjölmiðlanna og treystum þeim fyllilega til þess. Við erum því þeirrar skoðunar að þetta eigi að vera opið og aðgengilegt nema það séu skýr rök sem mæli gegn því, eins og til dæmis þegar um er að ræða kynferðisofbeldi gegn börnum eða eitthvað slíkt.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert