Samtal heldur áfram vegna hárra launa

Halldór Benjamín Þorbergsson.
Halldór Benjamín Þorbergsson.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að samtökin hafi áður rætt um það að fyrirtæki taki ábyrgð sína alvarlega þegar kemur að háum launum stjórnenda. Sú umræða muni halda áfram.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, sagðist í ræðu sinni á þingi ASÍ í morgun, styðja verkalýðsfélögin í að setja hátekjuskatt á hæstu tekjur samfélagsins, náist ekki samstaða um að koma á þau böndum.

„Ef ég skil yfirlýsinguna rétt þá beinir hann þessu inn í samtal aðila vinnumarkaðarins og þetta er samtal sem við höfum sannarlega átt og um munum halda áfram að eiga, eins og fram kom meðal annars á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í ræðu formanns SA,“ segir Halldór Benjamín.

Þar vísar hann í ræðu Eyjólfs Árna Rafnssonar, formanns Samtaka atvinnulífsins, á ársfundi SA í apríl þar sem hann sagði að umræðan um mjög há laun stjórnenda hafi neikvæð áhrif, bæði á viðkomandi fyrirtæki og atvinnulífið í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert