Mun ekki biðjast afsökunar

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­málaráðherra ætl­ar ekki að biðja þá af­sök­un­ar sem vikið var af lista hæfn­is­nefnd­ar um um­sækj­end­ur um stöður dóm­ara við Lands­rétt. Þetta kom fram í máli henn­ar í Kast­ljósi í kvöld.

Íslenska ríkið var í dag dæmt í Héraðsdómi Reykja­vík­ur til að greiða Jóni Hösk­ulds­syni héraðsdóm­ara fjór­ar millj­ón­ir í skaðabæt­ur og 1,1 millj­ón í miska­bæt­ur vegna ákvörðunar dóms­málaráðherra að líta fram hjá hon­um þegar skipað var í embætti dóm­ara við Lands­rétt. Þá var í öðru máli viður­kennd bóta­skylda rík­is­ins í sam­bæri­legu máli Ei­ríks Jóns­son­ar laga­pró­fess­ors sem einnig hafði verið meðal um­sækj­enda um starf dóm­ara við Lands­rétt.

Dóms­málaráðherra sagði að hún hefði alltaf orðið skaðabóta­skyld, sama hvað hún hefði gert, enda hefði þingið ekki samþykkt lista hæfn­is­nefnd­ar­inn­ar. „Ég fellst nú ekki á það að þetta ágæta fólk hafi orðið fyr­ir ein­hverj­um miska vegna þess að ég hef sagt það og held því fram ennþá að þetta fólk allt sam­an var jafn hæft og vel hæft til að gegna störf­um lands­rétt­ar­dóm­ara,“ sagði Sig­ríður, þegar hún út­skýrði hvers vegna hún hygðist ekki biðjast af­sök­un­ar.

Þá sagði hún aðspurð að hún hefði ekki gert mis­tök við skip­an dóm­ara við Lands­rétt. „Nei, á þeim tíma, þegar ég stóð frammi fyr­ir mál­inu, þá get ég ekki fall­ist á að mér hafi verið unnt að haga þessu með öðrum hætti.“

Nú, þegar dóm­ur hef­ur fallið í mál­inu, seg­ir Sig­ríður að hún muni haga meðferð sam­bæri­legra mála með öðrum hætti og með ít­ar­legri rann­sókn­um, ef til þess kem­ur að hún þurfi að víkja frá til­lögu hæfn­is­nefnd­ar um dóm­ara­embætti í framtíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert