Segir hátekjuskatt koma til greina

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra. mbl.is/Haraldur Jónasson

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags­mála- og jafn­rétt­is­ráðherra, sagði að skapa þyrfti þá til­finn­ingu að hér á landi byggi ein þjóð en ekki tvær þegar kæmi að launa­upp­bygg­ingu. Sagðist hann hafa það á til­finn­ing­unni þegar hann skoðaði launa­upp­bygg­ingu að hér byggju tvær þjóðir og ef ekki tæk­ist að breyta þeirri til­finn­ingu gæti þurft að breyta skatt­kerf­inu, meðal ann­ars með há­tekju­skött­um. Sagði hann fólk í efsta lagi þjóðfé­lags­ins þurfa að sýna ábyrgð.

Ásmund­ur Ein­ar var gest­ur í þætt­in­um Á Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un og ræddi þar meðal ann­ars um kom­andi kjara­bar­áttu, en mik­ill fjöldi kjara­samn­inga renn­ur út nú um ára­mót­in og hef­ur verka­lýðsfor­yst­an farið fram með kröf­ur um mikla hækk­un lág­marks­launa.

Sagði Ásmund­ur að það ætti að vera hvati í launa­upp­bygg­ingu til þess að fólk menntaði sig, væri dríf­andi og kæmi með nýj­ung­ar, en það gengi ekki upp þegar fyr­ir­tæki greiddu efsta lag­inu laun sem verka­menn gætu ekki látið sig dreyma um á heilli starfsævi.

Sagði hann hol­an hljóm í því þegar stjórn­end­ur í at­vinnu­líf­inu töluðu um að ekki væri hægt að hækka laun niður alla röðina en efstu laun hækkuðu. Efsta lagið þyrfti að sýna ábyrgð. „Við þurf­um að byrja ofan frá,“ sagði hann og talaði um að setja lok á þá sem hæstu laun­in fengju.

Sagðist hann ætla að beita sér fyr­ir jöfnuði í þjóðfé­lag­inu í kom­andi kjara­samn­ing­um. Vísaði hann til þess að nefnd á veg­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar væri að end­ur­skoða skatt­kerfið og há­tekju­skatt­ur væri hluti af því. Þátt­ar­stjórn­andi spurði Ásmund ít­rekað hvort há­tekju­skatt­ur hefði verið rædd­ur inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar og sagði Ásmund­ur að svo hefði ekki verið en skatt­ur­inn hefði verið rædd­ur inn­an þeirra hópa sem hefðu með breyt­ing­arn­ar að gera.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert