Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæði

Krýsuvík.
Krýsuvík. mbl.is/Rax

Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu klukkan 10:53. Samkvæmt yfirliti á heimasíðu Veðurstofu Íslands var skjálftinn 3 stig og upptök hans voru á 5,2 km dýpi 4,2 km norður af Krýsuvík.

Fram kemur á vef Veðurstofunnar að  tilkynningar hafi borist um skjálftann frá Hafnarfirði og Seltjarnarnesi. Hann fannst einnig  í miðborg Reykjavíkur. Nokkrir smærri skjálftar fylgdu í kjölfarið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert