Eyjamenn greiði helmingi minna

Nýr Herjólfur.
Nýr Herjólfur. mbl.is

Þeir sem eiga lögheimili í Vestmannaeyjum munu greiða helmingi lægra gjald fyrir ferðir með Herjólfi en þeir sem eiga lögheimili annars staðar samkvæmt tillögu að gjaldskrá sem gert er ráð fyrir að taki gildi 30. mars þegar Herjólfur ohf. tekur yfir rekstur ferjunnar.

Þetta er meðal þess sem samþykkt var á fundi stjórnar Herjólfs ohf. sem fram fór á föstudaginn þar sem fjallað var um nýja siglingaáætlun og gjaldskrá ferjunnar. Hvort tveggja var lagt fram og samþykkt með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar.

Þannig munu fullorðnir íbúar Vestmannaeyja greiða 800 krónur fyrir ferðina en aðrir 1.600 krónur. Fyrir börn 12-15 ára mun kosta 800 krónur en 400 krónur eigi barnið lögheimili í Eyjum. Sama á við um ellilífeyrisþega. Þá verður frítt fyrir börn yngri en tólf ára.

Sama gildir um farartæki. Séu þau á vegum íbúa í Vestmannaeyjum verður gjaldið helmingi lægra en í tilfelli þeirra sem eiga lögheimili annars staðar. Þá var samþykkt að ferjan muni sigla á 75 mínútna fresti úr Landeyjahöfn og Vestmannaeyjahöfn.

Frá þessu er sagt á fréttavef Eyjafrétta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert