Skoðaði íshella í Breiðamerkurjökli

Vichai Srivaddhanaprabha í „Svarta demantshellinum“ undir Breiðamerkurjökli.
Vichai Srivaddhanaprabha í „Svarta demantshellinum“ undir Breiðamerkurjökli. Ljósmynd/Aðsend

„Hann var rosalega rólegur, hlédrægur, kurteis og svakalega fróðleiksfús,“ segir Sigurður Guðmundsson, íshellaleiðsögumaður hjá fyrirtækinu South East Iceland, um eiganda enska knattspyrnuliðsins Leicester City sem er látinn eftir þyrluslys.

Vichai Srivaddhanaprabha kom hingað til lands síðasta vor ásamt eiginkonu sinni. 

Vichai Srivaddhanaprabha í ágúst 2016.
Vichai Srivaddhanaprabha í ágúst 2016. AFP

Að sögn Sigurðar komu þau austur með þyrlu ásamt tveimur aðstoðarmönnum og skoðuðu þrjá mismunandi íshella undir Breiðamerkurjökli. Hjónin fóru fyrst í tvo hella þar sem ekkert annað fólk var á staðnum og eftir það fóru þau í „Kristalshellinn“ þar sem fleiri ferðamenn voru staddir. „Þeim leið voðalega vel einum,“ segir Sigurður og nefnir meðfylgjandi ljósmynd sem var tekin af þeim saman í Black Diamond Icecave þar sem þau voru í tæpan klukkutíma að spóka sig.

Frá slysstaðnum.
Frá slysstaðnum. AFP

Spurður segir hann að afskaplega leiðinlegt hafi verið að heyra af andláti Vichai, enda hafi þau hjónin virkað á sig sem gott og þægilegt fólk sem hafi ekki komið honum fyrir sjónir sem milljarðamæringar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert